Ítalski boltinn

Fréttamynd

Lucio verður áfram hjá Inter

Brasilíski varnarmaðurinn Lucio mun skrifa undir nýjan samning við ítalska liðið Inter á næstu dögum. Nýi samningurinn mun gilda til ársins 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Heinze á leiðinni til Roma

Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze er á leið til ítalska félagsins Roma. Hann mun koma til félagsins á frjálsri sölu frá Marseille. Þessi 33 ára bakvörður mun væntanlega skrifa undir eins árs samning við Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

Melo á förum frá Juventus

Brasilíski landsliðsmaðurinn Felipe Melo er á förum frá Juventus. Hann er ekki inn í áætlunum nýja þjálfarans, Antonio Conte, og fær því að róa á önnur mið.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter og United komast að samkomulagi - Ferguson blæs á sögusagnir

Enski vefmiðillinn Goal.com greinir frá því að Manchester United og Inter hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á Wesley Sneijder. Kaupverðið er talið rúmar 35 milljónir punda eða sem nemur 6.6 milljörðum íslenskra króna. Sir Alex Ferguson neitar sögusögnum af Sneijder í bandarískum fjölmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um.

Fótbolti
Fréttamynd

John Arne Riise í læknisskoðun hjá Fulham

John Arne Riise fyrrverandi leikmaður Liverpool sem leikið hefur með Roma á Ítalíu undanfarin ár er í læknisskoðun hjá Fulham þessa stundina. Samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins verður Riise kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Roma semur við eina skærustu stjörnu Argentínu

Ítalska félagið AS Roma hefur gengið frá kaupum á argentínska táningnum Erik Lamela frá River Plate í Argentínu. Talið er að kaupverðið sé um 12 milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta

Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Motta verður áfram hjá Inter

Þrátt fyrir miklar vangaveltur síðustu vikur verður ekkert af því að Thiago Motta fari frá ítalska liðinu Inter. Leikmaðurinn vill ekki fara frá liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hasan Salihamidzic til Wolfsburg

Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic er genginn til liðs við þýska félagið Wolfsburg. Salihamidzic kemur til liðsins á frjálsri sölu en samningur hans við Juventus var ekki endurnýjaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamsik vill fara til AC Milan

Slóvakíski miðjumaðurinn Marek Hamsik gefur AC Milan hraustlega undir fótinn í dag. Hann segir að það væri jákvætt skref á sínum ferli að fara til félagsins en Hamsik leikur með Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter heldur meistaratitlinum frá 2006

Ítalska knattspyrnuliðið Inter Milan mun halda meistaratitlinum frá því tímabilið 2005-2006. Ítalska knattspyrnusambandið hafnaði beiðni Juventus um að félagið fengi titilinn til sín á nýjan leik. Titillinn var tekinn af Juventus eftir Calciopoli hneykslismálið sem skók ítalska knattspyrnu árið 2006.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus kaupir svissneskan varnarmann

Juventus er búið að kaupa svissneska varnarmanninn Stephan Lichtsteiner frá Lazio. Tilkynnt var um kaupin í dag en Juve greiðir 10 milljónir evra fyrir leikmanninn sem skrifaði undir fjögurra ára samning.

Fótbolti
Fréttamynd

Maicon mun ekki yfirgefa Inter

Umboðsmaður brasilíska bakvarðarins Maicon hjá Inter segir það ekki vera í spilunum að skjólstæðingur sinn fari til Spánar eins og fjölmiðlar hafa verið að gefa í skyn síðustu daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Viviano til Inter eftir klúður hjá Bologna

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Viviano er orðinn leikmaður Inter. Þar til í gær var hann í sameiginlegri eigu Bologna og Inter. Ótrúleg mistök framkvæmdastjóra Bologna urðu til þess að félagið missti leikmanninn úr höndum sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Gasperini tekur við Inter

Ítalska félagið Inter tilkynnti í dag að það hefði ráðið Gian Piero Gasperini sem þjálfara félagsins. Hann tekur við starfinu af Brasilíumanninum Leonardo sem verður íþróttastjóri hjá PSG.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki víst að Leonardo hætti

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Inter Milan, segir ekki víst að Brasilíumaðurinn Leonardo muni hætta sem knattspyrnustjóri liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Hellas Verona keypti Emil

Emil Hallfreðsson hefur gengið formlega til liðs við Hellas Verona eftir að hafa verið í láni hjá félaginu allt síðasta tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Bojan Krkic á leið til Roma

Bojan Krkic leikmaður Barcelona er sagður á leið til Roma. Samkvæmt útvarpsstöðinni Catalunya Radio hafa félögin komist að samkomulagi um félagaskiptin og er kaupverðið talið vera um 10 milljón evrur.

Fótbolti