Grunnskólar

Fréttamynd

Fleiri höfðu kvartað eftir fræðslu frá leið­beinandanum

Fleiri grunnskólar höfðu kvartað eftir kennslustund frá leiðbeinanda í Skólabúðunum á Reykjum. Starfsmenn frá grunnskólum sem heimsækja búðirnar þurfa ekki að vera í hverri einustu kennslustund með nemendum. Leiðbeinandinn hafði kennt börnum í skólanum hvernig þau ættu að vinna sér mein.

Innlent
Fréttamynd

Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein

Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Hörðu­valla­skóla verður skipt í tvennt

Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga.

Innlent
Fréttamynd

Vísindin á bak við lesfimipróf

Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar.

Skoðun
Fréttamynd

Myglu­drauga­banar geti fundið myglu þar sem þeir vilja

Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið.

Innlent
Fréttamynd

Sér­­­stöku land­­steymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax

Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum.

Innlent
Fréttamynd

„Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi“

Þörf er á sterkara kerfi til að mæta auknum þörfum skólasamfélagsins að sögn verkefnastjóra hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Margir skólar og nemendur séu ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að dafna eins og staðan er í dag. Tilkoma miðlægrar stofnunar sé skref í rétta átt en mörg úrlausnarefni standi eftir.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar krafist úr­bóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum

Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum.

Innlent
Fréttamynd

Loka Lauga­rgerðis­skóla: Kostnaður við hvert barn tæpar ellefu milljónir

Ákvörðun hefur verið tekin um að loka Laugargerðisskóla, sveitaskóla í miðjum Hnappadal á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á fundi sveitastjórnar Eyja-og Miklaholtshrepps síðastliðinn mánudag, var ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita grunn- og leikskólaþjónustu fyrir hreppinn á næsta skólaári. Kostnaður við hvert barn í skólanum eru tæpar ellefu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Segir ráð­gjafa og eftir­lits­aðila axla á­byrgð á lekanum í Foss­vogs­skóla

Reykjavíkurborg hefur nú farið ítarlega yfir lekann sem varð í Fossvogsskóla þann 20.janúar síðastliðinn. Lekinn kom ekki frá þakinu heldur frá stóru rennunum sem eru áfastar þakkanti. Þetta kemur fram í bréfi sem Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg sendi á foreldra barna og starfsmenn Fossvogsskóla fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Les­fimi­próf barna – af hverju leggjum við þau fyrir?

Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin.

Skoðun
Fréttamynd

Hluti nem­enda haldi sig heima og aðrir komi með nesti vegna myglu

Niðurstöður úr sýnatökum í Flataskóla í Garðabæ benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum í skólanum til viðbótar vegna myglu. Nemendur í þriðja og sjöunda bekk þurfa að halda sig heima næstu tvo daga og aðrir nemendur þurfa að taka með nesti vegna lokunar mötuneytis skólans.

Innlent
Fréttamynd

Borgin vinnur á hraða snigilsins

Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Þetta á ekki að gerast

Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu.

Innlent