Stafræn þróun

Fréttamynd

Net­öryggi snýst ekki lengur bara um tækni - heldur um fólk

Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook.

Skoðun
Fréttamynd

Nú hægt að sækja um vegabréf á netinu

Forsjáraðilar þurfa ekki lengur að mæta báðir til sýslumanns til að sækja um vegabréf fyrir börn sín. Vegabréfsumsóknir og greiðsla fyrir þau eru nú á netinu. Eftir að umsókn er lokið er svo hægt að bóka tíma í myndatöku, eða mæta. 

Innlent
Fréttamynd

Stafrænn minimalismi

Við sem einstaklingar getum vissumlega tekið meiri ábyrgð í okkar stafrænu neyslu. Við getum eytt gömlum gögnum og öppum, tekið færri myndir, skráð okkur af ónauðsynlegum póstlistum, sætt okkur við gamla símann og gömlu tölvuna í nokkur ár í viðbót og fleira. Þessar aðgerðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líf okkar önnur en bara að minnka okkar stafræna kolefnisfótspor.

Umræðan
Fréttamynd

Gagna­hlað­borð Reykja­víkur er komið í loftið

Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu.

Skoðun
Fréttamynd

Sonur minn er þörunga­sér­fræðingur

„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

Til­gangur kennarans ekki að lesa rit­gerðir eftir gervi­greind

Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans.

Innlent
Fréttamynd

Tryggjum staf­rænt að­gengi fyrir fatlað fólk

Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Tímamót í viðskiptum með fasteignir

Eftir margra ára undirbúning er fyrsta rafræna þinglýsingin í fasteignaviðskiptum orðin að veruleika. Fyrsta afsalinu var þinglýst rafrænt fyrir helgi og gert er ráð fyrir að rafrænar þinglýsingar á kaupsamningum komi með haustinu. Fasteignasali segir að um mikla búbót sé að ræða og að starfsgreinin sé ekki í hættu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það þarf ekki að höggva tré til að undir­rita skjal

Það eru eflaust fáir sem spá nokkurn tímann í því hversu mikil sóun fer í skjalavinnslu fyrirtækja. Ferlið við að skrifa undir eitt skjal getur haft mun vegameiri áhrif á umhverfið en flestir gera sér grein fyrir. Ferlið við að prenta, geyma og farga gögnum stuðlar að eyðingu skóga ásamt losun á loft- og vatnsmengun.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsum til fram­tíðar

Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og í því felast bæði tækifæri og áskoranir. Á næstu árum mun tæknin þróast áfram á ógnarhraða og mikilvægt er að hið opinbera sé samstíga þeirri þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Meir­a sótt í að aug­lýs­a á net­in­u eft­ir að Frétt­a­blað­ið dró sam­an segl­in

Fyrirtæki hafa keypt í auknum mæli auglýsingar á vef, útvarpi og umhverfismiðlum eftir að Fréttablaðið hætti að dreifa blöðunum inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Kaup á auglýsingum í erlendum miðlum, eins og Google og Facebook, hafa haldist óbreytt. „Það er enn verið að nýta fjármunina innan íslenska hagkerfisins.“

Innherji
Fréttamynd

Hvað myndirðu gera ef barnið þitt kæmi heim með sýnilega áverka?

Sem betur fer reyna langflestir foreldrar allt sem þau geta til að vernda og verja börnin sín fyrir því sem veldur þeim skaða. Börnum af minni kynslóð var til dæmis kennt að varast ókunnuga á götum úti, fara aldrei upp í bíl með ókunnugum og svo auðvitað var stúlkum kennt að passa sig og setja sig ekki í aðstæður sem gætu leitt af sér ofbeldi. Það heppnaðist ekki alltaf, en það voru verkfærin sem foreldrar okkar höfðu. Óþokkar í myrkum húsasundum voru óöryggið og óttinn sem bar að varast.

Skoðun
Fréttamynd

Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit

Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spjallmennið og póstmeistarinn

Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur.

Skoðun
Fréttamynd

Embla komin með nýjar raddir frá Micros­oft

Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira.

Viðskipti innlent