Erlend sakamál Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Erlent 18.10.2024 09:35 Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. Erlent 17.10.2024 10:22 Klófestu leigumorðingja sem dulbjó sig sem gamlan mann Lögreglan í Serbíu handtók í gær leigumorðingja sem myrti mann í Belgrad fyrir skipulögð glæpasamtök árið 2021. Leigumorðinginn er sagður hafa dulbúið sig sem gamlan mann til þess að nálgast fórnarlambið. Erlent 16.10.2024 09:05 Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. Erlent 15.10.2024 15:49 Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimmtíu ára gamalt morð Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda. Erlent 15.10.2024 09:36 Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Erlent 11.10.2024 11:25 Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær. Erlent 11.10.2024 08:36 Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Erlent 10.10.2024 10:17 Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Alejandreo Arcos, nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, hafði einungis setið í embætti í sex daga þegar hann var myrtur og höfuðið skorið af honum. Aðrir borgarstjórar í sama héraði hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir aukinni öryggisgæslu en sveitarstjórnarpólitík í Mexíkó hefur lengi verið mjög blóðug. Erlent 8.10.2024 21:18 Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Fjöldi Bandaríkjamanna hefur verið handtekinn grunaður um glæp eftir að myndir af þeim hafa komið upp við leit í gagnagrunnum á grundvelli andlitsgreiningarhugbúnaðs. Erlent 8.10.2024 13:00 Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. Viðskipti erlent 8.10.2024 08:52 Grunaði í máli Madeleine McCann sýknaður af öðrum brotum Christian Brückner, sem liggur undir grun um að hafa rænt Madeleine McCann, hefur verið sýknaður af þremur nauðgunum og tveimur kynferðisbrotum gegn börnum. Erlent 8.10.2024 08:48 Engum verði vísað út við myndbirtingu Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi hefur dregið til baka ákvörðun sína um að vísa fjölmiðlafólki úr dómsal þegar myndefni verður sýnt við réttarhöld í máli Dominique Pélicot. Hvorki fjölmiðlafólki né almenningi verði vísað út við myndbirtingar. Erlent 5.10.2024 14:21 Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. Lífið 4.10.2024 14:31 Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols. Erlent 4.10.2024 10:07 Nýnasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna rasisma Finnskur nýnasisti sem stakk tvö börn í verslunarmiðstöð í Oulu í Finnlandi í sumar hafnaði því að hann hefði verið knúinn áfram af kynþáttahatri þegar réttarhöld hófust yfir honum í vikunni. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Erlent 3.10.2024 11:50 Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Læknir sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í fíkniefnatengdum dauða leikarans Matthew Perry hefur játað sök í málinu. Erlent 3.10.2024 07:01 Þrír ungir Svíar handteknir vegna sprenginganna í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn segist hafa handtekið þrjú sænsk ungmenni vegna sprenginga við ísraelska sendiráðið í borginni í nótt. Talið er að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar um hundrað metrum frá sendiráðinu. Erlent 2.10.2024 14:11 Watson skal áfram sæta gæsluvarðhaldi Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi. Erlent 2.10.2024 13:25 Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Erlent 1.10.2024 10:16 Ekki lengur undir sérstöku eftirliti Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota. Lífið 30.9.2024 15:00 Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Erlent 30.9.2024 06:44 Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Erlent 27.9.2024 18:50 Líklega verði flett ofan af fleirum í rannsókn á brotum Diddy Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 26.9.2024 21:01 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. Innlent 26.9.2024 18:37 Ákærður fyrir mútuþægni og fjársvik Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi. Erlent 26.9.2024 16:40 Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. Erlent 26.9.2024 14:04 Sýknaður eftir meira en 50 ár á dauðadeild Iwao Hakamada, sem dæmdur var til dauða í Japan árið 1968, hefur verið formlega sýknaður. Enginn í heiminum hefur setið lengur á dauðadeild en Hakamada. Erlent 26.9.2024 08:49 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. Erlent 26.9.2024 06:48 Hvað gerði Diddy? Mansal, ofbeldi og samsæriskenningar um Justin Bieber Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs, sem oftast er þekktur sem Puff Daddy, situr nú í fangelsi svo eftir hefur verið tekið. Meint brot hans fela meðal annars í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Lífið 25.9.2024 19:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 21 ›
Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Erlent 18.10.2024 09:35
Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. Erlent 17.10.2024 10:22
Klófestu leigumorðingja sem dulbjó sig sem gamlan mann Lögreglan í Serbíu handtók í gær leigumorðingja sem myrti mann í Belgrad fyrir skipulögð glæpasamtök árið 2021. Leigumorðinginn er sagður hafa dulbúið sig sem gamlan mann til þess að nálgast fórnarlambið. Erlent 16.10.2024 09:05
Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. Erlent 15.10.2024 15:49
Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimmtíu ára gamalt morð Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda. Erlent 15.10.2024 09:36
Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Erlent 11.10.2024 11:25
Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær. Erlent 11.10.2024 08:36
Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Erlent 10.10.2024 10:17
Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Alejandreo Arcos, nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, hafði einungis setið í embætti í sex daga þegar hann var myrtur og höfuðið skorið af honum. Aðrir borgarstjórar í sama héraði hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir aukinni öryggisgæslu en sveitarstjórnarpólitík í Mexíkó hefur lengi verið mjög blóðug. Erlent 8.10.2024 21:18
Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Fjöldi Bandaríkjamanna hefur verið handtekinn grunaður um glæp eftir að myndir af þeim hafa komið upp við leit í gagnagrunnum á grundvelli andlitsgreiningarhugbúnaðs. Erlent 8.10.2024 13:00
Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. Viðskipti erlent 8.10.2024 08:52
Grunaði í máli Madeleine McCann sýknaður af öðrum brotum Christian Brückner, sem liggur undir grun um að hafa rænt Madeleine McCann, hefur verið sýknaður af þremur nauðgunum og tveimur kynferðisbrotum gegn börnum. Erlent 8.10.2024 08:48
Engum verði vísað út við myndbirtingu Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi hefur dregið til baka ákvörðun sína um að vísa fjölmiðlafólki úr dómsal þegar myndefni verður sýnt við réttarhöld í máli Dominique Pélicot. Hvorki fjölmiðlafólki né almenningi verði vísað út við myndbirtingar. Erlent 5.10.2024 14:21
Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. Lífið 4.10.2024 14:31
Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols. Erlent 4.10.2024 10:07
Nýnasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna rasisma Finnskur nýnasisti sem stakk tvö börn í verslunarmiðstöð í Oulu í Finnlandi í sumar hafnaði því að hann hefði verið knúinn áfram af kynþáttahatri þegar réttarhöld hófust yfir honum í vikunni. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Erlent 3.10.2024 11:50
Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Læknir sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í fíkniefnatengdum dauða leikarans Matthew Perry hefur játað sök í málinu. Erlent 3.10.2024 07:01
Þrír ungir Svíar handteknir vegna sprenginganna í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn segist hafa handtekið þrjú sænsk ungmenni vegna sprenginga við ísraelska sendiráðið í borginni í nótt. Talið er að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar um hundrað metrum frá sendiráðinu. Erlent 2.10.2024 14:11
Watson skal áfram sæta gæsluvarðhaldi Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi. Erlent 2.10.2024 13:25
Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Erlent 1.10.2024 10:16
Ekki lengur undir sérstöku eftirliti Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota. Lífið 30.9.2024 15:00
Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Erlent 30.9.2024 06:44
Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Erlent 27.9.2024 18:50
Líklega verði flett ofan af fleirum í rannsókn á brotum Diddy Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 26.9.2024 21:01
Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. Innlent 26.9.2024 18:37
Ákærður fyrir mútuþægni og fjársvik Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi. Erlent 26.9.2024 16:40
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. Erlent 26.9.2024 14:04
Sýknaður eftir meira en 50 ár á dauðadeild Iwao Hakamada, sem dæmdur var til dauða í Japan árið 1968, hefur verið formlega sýknaður. Enginn í heiminum hefur setið lengur á dauðadeild en Hakamada. Erlent 26.9.2024 08:49
Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. Erlent 26.9.2024 06:48
Hvað gerði Diddy? Mansal, ofbeldi og samsæriskenningar um Justin Bieber Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs, sem oftast er þekktur sem Puff Daddy, situr nú í fangelsi svo eftir hefur verið tekið. Meint brot hans fela meðal annars í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Lífið 25.9.2024 19:01