Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Helgi Valur eftirsóttur - íhugar að koma heim

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að sænsk og norsk úrvalsdeildarfélög væri á höttunum eftir Helga Val Daníelssyni, leikmanni Öster. Hann segist jafnvel vera tilbúinn að koma heim til Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Baxter hættur hjá Helsinborg

Stuart Baxter sagði starfi sínu lausu sem þjálfari sænska liðsins Helsingborg í dag, aðeins viku eftir að hafa komið liði Ólafs Inga Skúlasonar í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða. Baxter tók við liðinu árið 2006 og stýrði því m.a. til sigurs í bikarkeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ari Freyr semur við Sundsvall

Ari Freyr Skúlason hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall og fer þangað frá Häcken sem leikur í 1. deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Marel hættur hjá Molde

Marel Baldvinsson og Molde hafa samið um starfslok Marels hjá félaginu, ári áður en samningur hans átti að renna út.

Fótbolti
Fréttamynd

Bröndby á eftir Kristjáni Erni

Ólafur Garðarsson segir í samtali við danska dagblaðið BT í dag að Bröndby hafi áhuga á Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Brann í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Ingi eftirsóttur

Vísir hefur heimildir fyrir því að Ólafur Ingi Skúlason sé eftirsóttur af félögum víða um Evrópu, þeirra á meðal hjá Galatasaray í Tyrklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Bodö/Glimt í úrvalsdeild

Bodö/Glimt er komið aftur í norsku úrvalsdeildina en liðið lagið Odd Grenland samanlagt 4-2 í tveimur umspilsleikjum. Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan leikmaður ársins í Svíþjóð

Í kvöld fór fram lokahóf knattspyrnumanna í Svíþjóð. Það var Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður ítalska liðsins Inter, sem hlaut stærstu verðlaunin en hann var kjörinn leikmaður ársins 2007 í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Örn áfram hjá Brann

Ólafur Örn Bjarnason verður áfram hjá norska liðinu Brann en hann hefur skrifað undir nýjan samning við félagið til tveggja ára. Um tíma var talið að hann færi frá Brann en hann ákvað að binda sig áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Góður sigur hjá Silkeborg

Silkeborg vann í dag góðan sigur á Kolding í dönsku 1. deildinni, 3-1. Hólmar Örn Rúnarsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristján Örn hvíldur um helgina

Kristján Örn Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem verða hvíldir í lokaleik Brann í norsku deildinni en liðið mætir Tromsö á útivelli um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður bestur í Stokkhólmi

Svenska Dagbladet segir að Sigurður Jónsson og aðstoðarmaður hans hjá Djurgården, Paul Lindholm, séu þjálfarar ársins í Stokkhólmi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gautaborg sænskur meistari

IFK Gautaborg varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Trelleborg í lokaumferðinni. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden áttu einnig möguleika á titlinum en töpuðu fyrir botnliði Brommapojkarna 1-0.

Fótbolti