Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Jafnt gegn Dönum í fyrsta leik

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum yngri en nítján ára gerði jafntefli við Dani í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Riðill íslenska liðsins er leikinn í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­selt á leik Slóvakíu og Ís­lands

Um 20 þúsund Slóvakar munu fylla Tehelné pole, heimavöll slóvakíska landsliðsins, annað kvöld þegar að Slóvakía og Ísland munu eigast við í undankeppni EM í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Til­finningarnar lagðar til hliðar er hann upp­lifði drauminn

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Orri Óskarsson, hefur átt afar góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn sem gerði sér meðal annars lítið fyrir og lagði Manchester United að velli í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Orri er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur mikilvægum leikjum á komandi dögum. Orri segir liðið þurfa að setja kassann út, leggja allt í sölurnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upp­­hafi undir­búnings Ís­lands

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son hefur verið með lands­liðinu í undir­búningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undan­keppni EM, úti­leiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrósa happi yfir á­huga­leysi Ís­lendinga

Búast má við því að upp­selt verði á leik Slóvakíu og Ís­lands í undan­keppni EM á Tehel­no polí leik­vanginum í Bratislava á fimmtu­daginn kemur. Jafn­tefli nægir heima­mönnum, sem verða studdir á­fram af um tuttugu þúsund stuðnings­mönnum, til að tryggja EM sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíðinda að vænta af Aroni sem er klár í eins mikinn djöful­gang og Åge vill

Aron Einar Gunnars­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ís­land mætir Slóvakíu á fimmtu­daginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síð­kastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bindur vonir við að Aron fari að spila reglu­lega á nýju ári

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Þar tjáði hans sig meðal annars um stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide frétti af á­kvörðun Vöndu í gær

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Þar var hann meðal annars spurður út í væntanlegt brotthvarf Vöndu Sigurgeirsdóttur úr formannsembættinu hjá KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“

Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur

Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær góð ráð frá pabba: „Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin“

Einar Þor­steinn Ólafs­son er að feta sín fyrstu skref í at­vinnu­mennskunni í hand­bolta. Hann er á sínu öðru tíma­bili með danska úr­vals­deildar­fé­laginu Fredericia og spilar þar undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Þá nýtur hann leið­sagnar frá föður sínum, sem er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum.

Handbolti