
Landslið karla í fótbolta

Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft
Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna.

Arnar og Davíð gætu slegist um leikmenn í haust
Með frábærum árangri sínum síðustu daga hefur U21-landsliðið í fótbolta búið til ákveðið „vandamál“ sem þjálfarar A- og U21-landsliðanna þurfa að takast á við í september.

„Sjáum að hlutirnir eru að þróast í rétta átt“
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna í Laugardalnum í dag, en íslenska liðið tekur á móti Ísrael í Þjóðadeildinni á morgun. Ísland hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum landsleikjaglugga og Arnar segist ánægður með liðið.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Kýpur 5-0 | Stórsigur fleytti Íslandi í umspil
Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta tryggði sér í kvöld sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Georgíu og Rúmeníu á næsta ári.

Kolbeinn Þórðarson: Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili
Kolbeinn Þórðarson, miðjumaður íslenska u21 landsliðsins, var að vonum gríðarlega glaður í leikslok þegar liðið tryggði sér í umspil fyrir lokamót EM2023.

Vanda ósátt við umræðuna um landsliðið: „Látið þessa umræðu ekki hafa áhrif á ykkur“
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist óánægð með umræðuna um bros, gleði og leiki A-landsliðs karla í fótbolta.

„Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist“
Ungmennalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mæti Kýpur á Víkingsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld. Með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil.

„Þeir eru frekar pirrandi leikmenn“
„Það er mikil spenna og við ætlum að gera okkar besta,“ segir ungstirnið Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, sem verður í sviðsljósinu með U21-landsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Kýpur á Víkingsvelli.

„Mjög erfitt að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi“
„Það er allavega jákvætt að við erum lélegasta landslið í heimi,“ sagði Þorkell Máni Pétursson um frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn San Marínó síðastliðinn fimmtudag.

Ísrael á toppinn í riðli Íslands
Ísrael skaut sér á toppinn í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta með 1-2 útisigri gegn Albaníu í kvöld.

Boðaðir í landsliðsverkefni rétt fyrir miðnætti | Einum lofað byrjunarliðssæti sem ekkert varð úr
Þrír leikmenn Breiðabliks voru kallaðir inn í A-landslið karla í fótbolta á dögunum er ljóst var að U-21 árs landsliðið ætti óvænt möguleika á að komast á lokamót EM. Forráðamenn Breiðabliks voru ósáttir með hvernig staðið var að málum og hafa komið sínum kvörtunum áleiðis til KSÍ.

Ísak frétti rétt fyrir leik af hjartaáfalli blóðpabba síns og brá þegar hann fann sjálfur verk
Það var gott hljóð í Ísak Snæ Þorvaldssyni, markahæsta leikmanni Bestu deildarinnar í fótbolta, í Víkinni í dag þó að aðeins væru tveir dagar síðan að hann fór þaðan í sjúkrabíl vegna brjóstverkja.

Kári heldur áfram að láta landsliðið heyra það: „Hvað næst? Dimmalimm?“
Kári Árnason - fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings og sérfræðingur Viaplay, hefur verið duglegur að láta íslenska A-landsliðið heyra það undanfarið. Á því varð engin breyting er Ísland marði San Marínó.

Gríðarlegt ósætti með frammistöðuna: Fáum alltaf alvöru leik með Arnar Þór sem þjálfara
Ísland marði San Marínó í vináttulandsleik í fótbolta í gærkvöld. Segja má að Twitter hafi logað á meðan leik stóð og eftir leik en frammistaða íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska.

Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg
Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var

Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það.

„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“
Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta.

Einn sigur á heilu ári fyrir skyldusigurinn í kvöld
Á síðustu 365 dögum hefur íslenska karlalandsliðið í fótbolta aðeins unnið einn sigur en það var á heimavelli gegn Liechtenstein, 4-0, í október í fyrra. Í kvöld gefst kærkomið tækifæri á öðrum sigri, gegn San Marínó sem er neðst á heimslista FIFA.

Alfons spilað nánast sleitulaust undanfarna fjórtán mánuði
Alfons Sampsted fær verðskuldað frí er samherjar hans í íslenska landsliðinu etja kappi við San Marínó síðar í dag. Um er að ræða vináttulandsleik í fótbolta.

Ísak Snær fluttur á sjúkrahús
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og U21-landsliðsins, fór meiddur af velli í 3-1 sigri landsliðsins á Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Krafta Jóns Dags óskað víða um Evrópu
Jón Dagur Þorsteinsson hefur vakið áhuga víða um Evrópu með frammistöðu sínum á fótboltavellinum að undanförnu.

Brynjólfur Willumsson: Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik
Íslenska u21 landslið karla er í góðum séns á því að komast í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023 eftir góðan sigur á Hvíta-Rússlandi hér heima í dag, 3-1. Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði liðsins, var sáttur við sigurinn í dag.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn
Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn.

Sádar borga til að mæta Íslandi: „Skil alveg að það séu ekki allir sáttir“
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnusambands Íslands, kveðst skilja það að ekki séu allir sáttir við þá ákvörðun KSÍ að þiggja boð Sádi-Arabíu um vináttulandsleik. Hún telji þó betra að eiga samtal og reyna að nýta fótboltann til góðs en að sniðganga þjóðir.

KSÍ þurfi að ákveða hvort landsleikir séu fjölskylduviðburðir eða eitt stórt partí
Skiptar skoðanir eru um bjórsölu á landsleikjum. Sérfræðingur í forvörnum segir að KSÍ þurfi að ákveða hvort að leikirnir séu fjölskylduviðburðir eða eitt stórt partí.

„Ég vil að menn fari í A-landsliðið“
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Íslands, segir leikmenn liðsins hafa fylgst vel með þegar Kýpur vann Grikkland 3-0 í riðli Íslands í gær. Úrslitin halda vonum Íslands um EM-sæti á lífi.

Hannes Þór um mark Albaníu: „Mikil einföldun að hann eigi að gera betur“
Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöld. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi kom Rúnari Alex Rúnarssyni til varnar en margur taldi að hann hefði átt að geta betur í marki Albaníu.

Þrír Blikar og Víkingur til San Marínó en þrír fá hvíld
Fjórar breytingar hafa verið gerðar á karlalandsliði Íslands í fótbolta fyrir vináttulandsleikinn ytra gegn San Marínó á fimmtudaginn.

Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt
Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins.

„Þetta er leikur sem við eigum að vinna“
Arnór Sigurðsson var öflugur í liði Íslands er það gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Arnór segir Ísland eiga að gera kröfu á sigur í svona leik.