Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku

Fréttamynd

Heimir og eyjarnar hans

Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Komu Heimi á ó­­vart í beinni í Bítinu

Heimi Hall­gríms­syni, lands­liðs­þjálfara karla­liðs Jamaíka í fót­bolta, var komið skemmti­lega á ó­vart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til við­tals frá Vest­manna­eyjum. Um­sjónar­menn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upp­hafi við­talsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Reggístrákarnir mæta Banda­ríkjunum í undan­úr­slitum

Rétt í þessu var dregið í undanúrslit CONCACAF Þjóðadeildarinnar eftir að 8-liða úrslit keppninnar kláruðust í gær. Heimir Hallgrímsson mun stýra Jamaíku gegn ríkjandi meisturum mótsins, Bandaríkjunum. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Panama og Mexíkó. 

Fótbolti
Fréttamynd

Jamaíka í undan­úr­slit Gull­bikarsins

Jamaíka tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum norður-ameríska Gullbikarsins eftir að hafa lagt Gvatemala að velli í 8-liða úrslitum. Jamaíka mætir Mexíkó í undanúrslitum.

Fótbolti
  • «
  • 1
  • 2