
Krabbamein

Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu?
Krabbameinsgreining felur í miklar breytingar fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans og fæstir vita hvernig á að snúa sér í þessum nýja raunveruleika. Hins vegar eru þúsundir annarra sem hafa gengið þennan veg áður og hafa deilt sinni reynslu.

Kjöt og krabbamein
Í tilefni Mottumars er vert að rifja upp helstu áhættuþætti krabbameina en talið er að koma mætti í veg fyrir 40% allra krabbameina ef allir fylgdu ráðleggingum. Áhættuþáttum má skipta í óviðsnúanlega áhættuþætti eins og erfðir, kyn og aldur og svo áhættuþætti sem við sjálf höfum stjórn á.

Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins
Galakvöld til styrktar Ljósinu endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda fór fram síðasta föstudag. Viðburðurinn er hluti af afmælisári Ljóssins sem nú safnar fyrir nýju húsnæði.

StrákaKraftur og Mottumars!
Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina.

Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini
Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning.

„Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“
Óskar Finnsson, veitingamaður, greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019. Hann tók þá ákvörðun snemma í ferlinu að hann skyldi gera allt í sínu valdi til að vera lengur með fjölskyldu sinni.

Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér
Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið.

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur.

Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta.

„Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“
Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson greindist með krabbamein fyrir akkúrat ári síðan. Það sem átti að vera stutt læknisheimsókn endaði sem fimm vikna innlögn en í dag hefur hann verið í sjúkdómshléi í tæpa tíu mánuði.

Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku
Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira.

Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei
Hrefna Björk Sigvaldadóttir er ein af um 220 konum sem greinast árlega með brjóstakrabbamein hér á landi. Greiningin er nýleg en mannleg mistök leiddu til þess að hún fékk ekki mikilvægar upplýsingar fyrir sjö árum - að hún væri arfberi brakkagensins sem stóreykur líkur á brjóstakrabbameini. Hún er hugsi yfir mistökunum en ætlar ekki að láta lífsógnandi sjúkdóm skilgreina sig og tekur slaginn ásamt fjölskyldu sinni og hundinum Júlíusi Skugga, á hreinskilinn og opinskáan hátt.

Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda?
Í tilefni af alþjóðlegum degi krabbameins er vert að vekja athygli á þverfaglegri heildrænni endurhæfingu hjá Ljósinu sem er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin á þessu sviði í landinu.

Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina
Að greinast ungur með krabbamein er alltaf áfall og því fylgja ýmsar stórar áskoranir. Það sem gleymist oft að ræða er hvernig lífið verður eftir krabbameinsmeðferð.

Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir
Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir.

„Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“
„Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi.

Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi
„Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021.

Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts
Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti.

„Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“
Hrannar Daði Þórðarson var átján ára þegar hann lést sviplega 2. maí í fyrra eftir að hafa greinst með illvígt krabbamein 19. apríl, aðeins þrettán dögum áður. Móðir hans segir áfallið svipað því að missa ástvin í slysi. Fyrirvarinn sama og enginn.

Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku
Hann var hræddur um að lifa ekki til að sjá barnið sitt fæðast, vaxa og þroskast en vann baráttuna og er fullur af þakklæti í dag.

Hvatning til heilbrigðisráðherra
Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun.

Að vera með BRCA-stökkbreytingu
Undanfarið hefur gjald tengt skimunum sem konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða verið mikið í umræðunni. Stökkbreyting á BRCA geni eykur til muna líkur á krabbameini, þá sér í lagi brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Á vef Íslenskrar erfðagreiningar stendur að 86% líkur séu á að konur sem bera stökkbreytinguna fái krabbamein.

Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina
Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur.

Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun
Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða.

„Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“
Agnes Helga Maria Ferro var 28 ára gömul, ung móðir í blóma lífsins, þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Í kjölfarið tók við löng og erfið barátta sem átti eftir að standa yfir í átta ár. Baráttunni lauk þann 10.janúar síðastliðinn en þá lést Agnes, einungis 36 ára að aldri.

Guðmundur í Brim nældi í treyjuna
Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, nýkjörinn íþróttamaður ársins, seldi áritaða treyju sína úr 3-0 sigrinum á Þýskalandi síðasta sumar til útgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar, oft kenndur við Brim.

Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein
Við getum öll verið sammála því að sú vitundarvakning sem átt hefur sér stað í geðheilbrigðismálum síðastliðin ár er af hinu góða. Einstaklingar veigra sér síður við því að segja frá sínum veikindum sem áður fyrr þóttu veikleikamerki og fólk hreinlega skammaðist sín fyrir að hrjást af andlegum veikindum.

BRCA
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna, steig fram nýverið á íbúafundi Flokks fólksins í Vestmannaeyjum. Um leið og Jóhanna hóf mál sitt, varð öllum sem á hlýddu ljóst, að hér þarf að leggja við eyrun.

Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu
Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til.

Markvörður Bayern með krabbamein
Mala Grohs, markvörður Þýskalandsmeistara Bayern München, hefur greinst með krabbamein. Félagið hefur framlengt samning hennar til að styðja við bakið á henni.