Bandaríkin Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Erlent 14.4.2023 16:45 Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Lífið 14.4.2023 11:31 Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33 Stálu gríðarlegu magni af klinki Þjófar sem brutust inn í flutningabíl sem lagður var yfir nótt á bílastæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum höfðu á brott með sér gríðarlegt magn af klinki sem var verið að geyma í bílnum. Alls var magnið af klinkinu í bílnum sjö hundruð og fimmtíu þúsund dollara virði en talið er að þjófarnir hafi náð að taka um hundrað þúsund dollara virði með sér. Erlent 14.4.2023 08:49 Flórída bannar þungunarrof eftir sjöttu viku Ríkisþingið í Flórída í Bandaríkjunum samþykkti í gær frumvarp sem gerir þungunarrof ólöglegt í ríkinu eftir sjöttu viku meðgöngu. Ríkisstjórinn Ron DeSantis studdi frumvarpið og þykir samþykktin sigur fyrir hann, sem sagður er stefna á forsetaframboð. Erlent 14.4.2023 07:42 Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Erlent 13.4.2023 23:48 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. Erlent 13.4.2023 23:04 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. Erlent 13.4.2023 18:48 Íslendingur dæmdur í lífstíðarfangelsi í Flórída: „Ég vildi ekki gera þetta“ 31 árs íslenskur karlmaður, Stefán Gíslason, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pensacola í Flórída, fyrir að hafa orðið karlmanni að bana árið 2020. Dómur var kveðinn upp í Escambia Circuit Court í Pensacola þann 6. mars síðastliðinn. Innlent 13.4.2023 12:39 Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Erlent 13.4.2023 10:39 Um 18 þúsund kýr drápust eftir sprengingu í Texas Áætlað er að um 18 þúsund kýr hafi drepist í sprengingu og eldsvoða á kúabúi í Texas á mánudag. Erlent 13.4.2023 07:31 Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Erlent 13.4.2023 06:54 Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. Viðskipti erlent 12.4.2023 23:50 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Erlent 12.4.2023 15:53 Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. Erlent 12.4.2023 11:45 Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar. Sport 12.4.2023 09:00 Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. Erlent 12.4.2023 08:32 Biden heimsækir Norður-Írland Mikil öryggisgæsla er nú á Norður-Írlandi en Joe Biden Bandaríkjaforseti komar þangað í opinbera heimsókn í gærkvöldi. Erlent 12.4.2023 07:37 Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. Erlent 12.4.2023 07:19 Tupperware á barmi gjaldþrots Hlutabréf í Tupperware, sem er hvað þekktast fyrir að framleiða samnefnd ílát, hríðféllu í upphafi vikunnar. Fyrirtækið segist nú vera á barmi gjaldþrots. Hvort það nái að lifa af fari eftir því hvort það fái meira fjármagn og hversu hratt það gerist. Viðskipti erlent 11.4.2023 23:53 Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. Viðskipti erlent 11.4.2023 19:53 Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Bankastarfsmaður sem skaut fimm manns til bana í Louisville í Kentucky á öðrum degi páska ætlaði sér að myrða samstarfsfélaga sína sérstaklega, að sögn lögreglu. Lögreglumenn felldu byssumanninn. Erlent 11.4.2023 18:57 Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. Viðskipti erlent 11.4.2023 14:20 Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Erlent 11.4.2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. Erlent 11.4.2023 07:50 Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. Erlent 11.4.2023 07:04 Árásarmaðurinn fyrrverandi starfsmaður bankans Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni. Erlent 10.4.2023 14:44 Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Erlent 10.4.2023 12:20 Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Erlent 10.4.2023 08:58 « ‹ 78 79 80 81 82 83 84 85 86 … 334 ›
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Erlent 14.4.2023 16:45
Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Lífið 14.4.2023 11:31
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33
Stálu gríðarlegu magni af klinki Þjófar sem brutust inn í flutningabíl sem lagður var yfir nótt á bílastæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum höfðu á brott með sér gríðarlegt magn af klinki sem var verið að geyma í bílnum. Alls var magnið af klinkinu í bílnum sjö hundruð og fimmtíu þúsund dollara virði en talið er að þjófarnir hafi náð að taka um hundrað þúsund dollara virði með sér. Erlent 14.4.2023 08:49
Flórída bannar þungunarrof eftir sjöttu viku Ríkisþingið í Flórída í Bandaríkjunum samþykkti í gær frumvarp sem gerir þungunarrof ólöglegt í ríkinu eftir sjöttu viku meðgöngu. Ríkisstjórinn Ron DeSantis studdi frumvarpið og þykir samþykktin sigur fyrir hann, sem sagður er stefna á forsetaframboð. Erlent 14.4.2023 07:42
Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Erlent 13.4.2023 23:48
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. Erlent 13.4.2023 23:04
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. Erlent 13.4.2023 18:48
Íslendingur dæmdur í lífstíðarfangelsi í Flórída: „Ég vildi ekki gera þetta“ 31 árs íslenskur karlmaður, Stefán Gíslason, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pensacola í Flórída, fyrir að hafa orðið karlmanni að bana árið 2020. Dómur var kveðinn upp í Escambia Circuit Court í Pensacola þann 6. mars síðastliðinn. Innlent 13.4.2023 12:39
Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Erlent 13.4.2023 10:39
Um 18 þúsund kýr drápust eftir sprengingu í Texas Áætlað er að um 18 þúsund kýr hafi drepist í sprengingu og eldsvoða á kúabúi í Texas á mánudag. Erlent 13.4.2023 07:31
Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Erlent 13.4.2023 06:54
Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. Viðskipti erlent 12.4.2023 23:50
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00
Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Erlent 12.4.2023 15:53
Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. Erlent 12.4.2023 11:45
Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar. Sport 12.4.2023 09:00
Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. Erlent 12.4.2023 08:32
Biden heimsækir Norður-Írland Mikil öryggisgæsla er nú á Norður-Írlandi en Joe Biden Bandaríkjaforseti komar þangað í opinbera heimsókn í gærkvöldi. Erlent 12.4.2023 07:37
Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. Erlent 12.4.2023 07:19
Tupperware á barmi gjaldþrots Hlutabréf í Tupperware, sem er hvað þekktast fyrir að framleiða samnefnd ílát, hríðféllu í upphafi vikunnar. Fyrirtækið segist nú vera á barmi gjaldþrots. Hvort það nái að lifa af fari eftir því hvort það fái meira fjármagn og hversu hratt það gerist. Viðskipti erlent 11.4.2023 23:53
Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. Viðskipti erlent 11.4.2023 19:53
Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Bankastarfsmaður sem skaut fimm manns til bana í Louisville í Kentucky á öðrum degi páska ætlaði sér að myrða samstarfsfélaga sína sérstaklega, að sögn lögreglu. Lögreglumenn felldu byssumanninn. Erlent 11.4.2023 18:57
Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. Viðskipti erlent 11.4.2023 14:20
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Erlent 11.4.2023 09:06
Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. Erlent 11.4.2023 07:50
Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. Erlent 11.4.2023 07:04
Árásarmaðurinn fyrrverandi starfsmaður bankans Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni. Erlent 10.4.2023 14:44
Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Erlent 10.4.2023 12:20
Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Erlent 10.4.2023 08:58