Bandaríkin

Fréttamynd

Víg­girtu dóms­hús eftir að Trump hvatti til mót­mæla

Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla.

Erlent
Fréttamynd

Handtakið Davíð

Það hljómar eins og lélegur brandari að 20 ára afmælisdegi ólögmætrar innrásar í Írak sé „fagnað“ af Alþjóða Stríðsglæpadómstólnum með því að gefa út ákæru á hendur Pútin forseta Rússlands fyrir að flytja um sex þúsund munaðarlaus börn af stríðssvæði.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirtakan muni líklega róa markaði í Evrópu

Íslenskur greinandi segir að yfirtaka UBS á Credit Suisse muni líklega róa markaði í Evrópu en bankinn hafi verið svarti sauðurinn að ákveðnu leyti. Það að kaupverðið sé langt undir markaðsvirði komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði. Bandaríkjamenn þurfi einnig að huga að lagabreytingum vegna veikleika sem komu bersýnilega í ljós í síðustu viku. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse

Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en  íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump segir að hann verði handtekinn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri.

Erlent
Fréttamynd

Stjarna úr The Wire látin

Leikarinn Lance Riddick, sem gerði garðinn frægan í lögregluþáttunum The Wire, er látinn aðeins sextugur að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Jóa­kim og fjöl­skyldan flytja til Banda­ríkjanna

Jóakim Danaprins hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu varnarmála í sendiráði Danmerkur í bandarísku höfuðborginni Washington DC. Hann mun flytja vestur um haf í sumar ásamt Mary eiginkonu sinni og yngstu börnum.

Lífið
Fréttamynd

Stal þyrlu en brotlenti henni strax

Misheppnaður þyrluþjófur reyndi að ræsa fjórar þyrlur á flugvelli í Sacramento í Bandaríkjunum á miðvikudagsmorgun. Honum tókst að ræsa eina þeirra en brotlenti henni um leið og hann tók á loft.

Erlent
Fréttamynd

Trommarinn sem myrti móður sína látinn

Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. 

Lífið
Fréttamynd

Tekist á um dánarbú Leonards Cohen

Einkaerfingjar kanadíska ljóðskáldsins og tónlistarmannsins Leonards Cohen saka umboðsmann söngvarans um að reyna að ræna dánarbúinu innan frá. Dánarbúið er metið á tæpar 50 milljónir dala og þessa dagana er tekist á um það fyrir dómstólum í Los Angeles.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, hittust í morgun og er það í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna gera það í tólf ár. Í aðdraganda fundarins samþykktu ráðamenn í báðum ríkjum að taka skref til að binda enda á langvarandi deilur þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist.

Erlent
Fréttamynd

Rússar ætla að sækja drónann í Svartahaf

Rússar ætla að reyna að sækja brak bandaríska drónans sem brotlenti í Svartahafi í gær. Bandaríkjamenn segja drónann hafa lent í hafinu eftir að rússneskri herþotu hafi verið flogið utan í hann.

Erlent
Fréttamynd

Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér

Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó.

Erlent