Leikhús

Fréttamynd

Kári er í forréttindastarfi

Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, situr sannarlega ekki auðum höndum og segir engan tilgang í því að hætta. Mikil dagskrá verður í Frystiklefanum í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Laddi og Króli leiða saman hesta sína í We Will Rock You

Búið að ráða í öll hlutverk í söngleikinn We Will Rock You sem frumsýndur verður í Háskólabíói þann 9. ágúst næstkomandi. Meðal þeirra sem leika aðalhlutverk í söngleiknum er leikarinn ástsæli Laddi og rapparinn góðkunni Króli.

Lífið
Fréttamynd

We Will Rock You á svið í Háskólabíói

"Tónlistin er kraftmikil og flott og það verður spennandi að flytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói.

Menning
Fréttamynd

Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins.

Innlent
Fréttamynd

Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar

Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Innlent
Fréttamynd

Mannanna misráðnu verk

Ófremdarástand ríkir á yfirstéttarheimili Orgeirs. Andlegur kuklari og smákrimmi að nafni Guðreður hefur smokrað sér inn á ættaróðalið undir verndarvæng heimilisföðurins sem sér ekki sólina fyrir afturendanum á honum.

Menning