Fótbolti

Daníel Laxdal: Það tók bara smá tíma að koma á „Jöllaball“

„Mjög sáttur með sigurinn í kvöld“, sagði 500 leikja maðurinn Daníel Laxdal við Stöð 2 Sport eftir sigur Stjörnumanna gegn KR. Leikurinn var í 20. umferð Bestu deildar karla og skipti gríðarlega miklu máli í baráttunni um fjórða sætið. Daníel steig ekki feilspor í varnarlínunni hjá heimamönnum og stýrði liðinu til sigurs.

Fótbolti

Arnór Ingvi og Kristian Nökkvi á skotskónum

Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt af þremur mörkum Norrköping í 3-1 sigri liðsins á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sjá má markið í fréttinni. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eina mark Jong Ajax í 1-2 tapi gegn Dr Graafschap í hollensku B-deildinni í knattspyrnu.

Fótbolti

Kinn­beins­brotinn eftir átök helgarinnar

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin kinnbeinsbrotnaði í 4-0 tapi Everton gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Reikna má með að hann missi af næstu leikjum liðsins en Everton er sem stendur með 0 stig að loknum tveimur umferðum.

Enski boltinn

Jákvæðar fréttir berast af Arnóri

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Arnór Sigurðs­son leik­maður Black­burn Rovers, er að komast á fullt skrið á nýjan leik eftir að hafa verið að glíma við þrá­lát meiðsli í nára.

Enski boltinn

Tjáir sig á ný um rembings­kossinn heims­­fræga

Jenni­fer Her­mos­o, leik­maður spænska lands­liðsins í fótbolta, segir að rembings­koss sem hún fékk á munninn frá for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins hafi að­eins verið hans leið til að sýna ást­úð sína í kjöl­far þess að Spán­verjar tryggðu sér heims­meistara­titil kvenna í fót­bolta. Hún gerir lítið úr at­vikinu í yfir­lýsingu sem barst AFP frétta­veitunni.

Fótbolti