Fótbolti

Belgía fór létt með Sví­þjóð en Zlatan stal fyrir­sögnunum

Öllum leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu er nú lokið. Færeyjar gerðu 1-1 jafntefli við Moldóvu á útivelli á meðan Belgía vann stórsigur í Svíþjóð. Zlatan Ibrahimović kom hins vegar inn af bekknum hjá Svíum og varð það með elsti leikmaður í sögu undankeppninnar.

Fótbolti

Frakk­land kláraði Holland á tuttugu mínútum

Frakkland og Holland mættust í áhugaverðasta leik kvöldsins í undankeppni EM 2024. Bæði lið fóru langt á HM í Katar en töpuðu gegn Argentínu sem stóð uppi sem heimsmeistari. Leikur kvöldsins var aldrei spennandi en Frakkar kláruðu dæmið strax í fyrri hluta fyrri hálfleiks.

Fótbolti

Stig gætu verið tekin af E­ver­ton

Fjárhagsstaða enska knattspyrnufélagsins Everton er einkar slæm. Talið er að félagið hafi brotið reglur úrvalsdeildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Verði það sannað gæti farið svo að stig verði tekin af liðinu.

Enski boltinn

„Þar erum við með sex­tán bestu liðum í Evrópu“

„Þetta er áframhaldandi undirbúningur fyrir Þjóðadeildina í haust. Þurfum að halda áfram að vinna í hlutum sem við byrjuðum á í Pintar og halda áfram að skerpa á þeim,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hann tilkynnti hópinn sem verður til taks í vináttuleikjum liðsins í næsta mánuði.

Fótbolti

Orð­rómurinn um endur­komu Birkis háværari

Það gæti farið svo að Birkir Bjarnason gæti gengið aftur í raðir Viking í Noregi en hann er að reyna fá samning sínum hjá tyrkneska liðinu Adana Demirspor rift. Viking gæti verið að selja leikmann sem myndi opna pláss fyrir Birki.

Fótbolti

Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica

Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins.

Fótbolti

„Ég tek ábyrgð á þessu tapi“

„Ég er hundfúll. Þetta var erfitt kvöld og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir útreiðina sem hans menn fengu í Bosníu í kvöld.

Fótbolti

„Ekkert nýtt og engin geimvísindi“

Arnór Ingvi Traustason sagði engin geimvísindi fólgin í því fyrir sig að spila í nýju hlutverki í landsliðinu sem aftasti miðjumaður, í 3-0 tapinu gegn Bosníu í kvöld. Hann segir enga taugaveiklun í liðinu vegna úrslitanna.

Fótbolti

Bayern losar sig við Nagelsmann fyrir Tuchel

Julian Nagelsmann verður ekki þjálfari Bayern Munchen mikið lengur ef marka má fréttir kvöldsins. Ýmsir miðlar greina frá því að Bayern hafi ákveðið að reka Nagelsmann og ráða Thomas Tuchel í staðinn.

Fótbolti