Skoðun

Skiptir málið í skólum máli?

Birgir U. Ásgeirsson skrifar

Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum.

Skoðun

Að rökræða við rætið innræti

Arna Magnea Danks skrifar

Undanfarið hefur fólki verið tíðrætt um tjáningarfrelsi og heldur að það gefi því leyfi til að segja hvað sem er um hvern sem er, en það er einfaldlega ekki svo. Samkvæmt lögum þá ber fólki að geta gert grein fyrir máli sínu gagnvart dómstólum ef þess sé krafist og ákveðin orðræða er hreinlega ólögleg samkvæmt lögum.

Skoðun

Mat­væla­verð og Við­reisn land­búnaðarins

Margrét Gísladóttir skrifar

Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB.

Skoðun

Trú á Ísland

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika.

Skoðun

Mjólkur­af­urðir hækka minnst í verði á Ís­landi

Erna Bjarnadóttir skrifar

Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess.

Skoðun

Þau sem þora

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar

Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð.

Skoðun

Fjár­mála­ráð­herra í fríi

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Fjármálaráðherra rifjaði hér í gær upp þá tíð þegar við Íslendingar virtumst að eilífu dæmd til að velja á milli verðbólgu og óðaverðbólgu. Hann bauð lesendum síðan inn í heim æsku sinnar: Bjarni í Ísaksskóla, Bjarni fermist og Bjarni í menntaskóla. Og alltaf að spá í verðbólgu.

Skoðun

Þekkir þú þitt fjár­hags­lega björgunar­net?

Erna Guðmundsdóttir skrifar

Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli.

Skoðun

Matar­venjur Ís­lendinga og um­hverfið

Ragnhildur Guðmannsdóttir skrifar

Mataræði og neysluvenjur almennings og landbúnaðarmenning eru lykilþættir í allri umræðu um umhverfismál, hnattræna hlýnun og heilbrigði vistkerfa jarðar. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessara málaflokka og að stjórnvöld móti stefnu í þessum málum, sem byggi á bestu fáanlegri þekkingu.

Skoðun

Hagstæðustu lán sem völ er á?

María Sól Antonsdóttir og Nanna Hermannsdóttir skrifa

Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi.

Skoðun

Unglingar eru ekki fullorðnir

Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar

Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar.

Skoðun

Er bylting fram­undan?

Sara Oskarsson skrifar

Slæm geðheilsa og andleg vanlíðan á meðal barna og ungmenna er líklegast ein stærsta áskorun samtímans okkar. Sjálfsvígstíðni ungs fólks á Íslandi er óbærilega og óforsvaranlega há og er sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna. Mörg sjálfsvíg eru fyrirbyggjanleg.

Skoðun

Til þeirra er málið varðar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Það eiga allir rétt á að tjá sig. Það að eiga líka allir rétt á friðhelgi einkalífs. Það má því ekki fortakslaust segja hvað sem er, hvenær sem er, um hvern sem er. Og beita við það hvaða aðferðum sem er.

Skoðun

Að blekkja Alþingi

Margrét Guðjónsdóttir skrifar

Umræða um jarðgöng og bættar samgöngur hefur ávallt verið fyrirferðmikil innan sveitarfélaga enda eru samgöngur forsenda þess að þau geti þróast og dafnað. Sveitarfélög á Austurlandi eru engin undantekning á því og eru samgöngubætur ávallt ræddar á sameiginlegum vettvangi sveitarstjórna í landshlutanum.

Skoðun

Ráðumst að rót vandans

Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni.

Skoðun

Öryggi QR kóða

Hjörtur Árnason skrifar

Eftirfarandi er um öryggismál, QR kóða og netöryggismenningu. Greinin er byggð á nokkrum greinum um málið sem finnast á netinu. Hægt er að finna margar greinar um efnið sem leiða allar að sömu niðurstöðu. Eftirfarandi samantekt ætti að varpa skýru ljósi á þessi öryggismál ásamt öryggismenningu fyrirtækja, hvar og hvernig að henni er staðið.

Skoðun

At­lagan að kjarna frelsisins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á.

Skoðun

Gömul sannindi og ný

Bjarni Benediktsson skrifar

Öll uppvaxtarár minnar kynslóðar var óðaverðbólga á Íslandi. Frá því að ég hóf nám í Ísaksskóla 4 ára gamall þar til ég útskrifaðist úr menntaskóla. Á þessum tíma var verðbólgan ávallt 20% eða hærri og verðbólguhraðinn innan árs fór um tíma yfir 100%. Það var árið sem ég fermdist.

Skoðun

Sam­þykkið lyf við Spinal Muscular A­trop­hy fyrir 18 ára og eldri!

Hópur fólks með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA skrifar

Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu.

Skoðun

Hamingjan er hér & nú

Bára Mjöll Þórðardóttir skrifar

Þann 20. mars síðastliðinn var Alþjóða hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur, en hann hefur verið haldinn undanfarin 10 ár til að minna á mikilvægi hamingjunnar í lífi okkar allra. Á þeim degi var einnig gefin út skýrslan “World Happiness Report 2023”, sem inniheldur niðurstöður könnunar á hamingju meðal þjóða heims.

Skoðun

Góð barna­bók er gulli betri

Hrafnhildur Sigurðardóttir,Unnur Arna Jónsdóttir og Ingrid Kuhlman skrifa

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur árlega í kringum 2. apríl, sem er fæðingardagur ævintýraskáldsins Hans Christian Andersen. Að þessu sinni er hann haldinn hérlendis í dag, 13. apríl. Tilgangur dagsins er að minna á mikilvægi barnabóka.

Skoðun

Breytum vörn í sókn!

Trausti Hjálmarsson skrifar

Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi.

Skoðun

Fjöl­miðlar og fram­tíðin

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika.

Skoðun

Metoo hvað nú?

Drífa Snædal skrifar

Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá.

Skoðun

Engir eftir­bátar Norð­manna

Sólveig Kr. Bergmann skrifar

Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli.

Skoðun

Stjórnir hús­fé­laga og hús­fé­laga­þjónustur – Brýn þörf á lög­gjöf!

Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Upp á síðkastið hafa komið til kasta Húseigendafélagsins óvenju mörg alvarleg mál vegna umdeildra framkvæmda í fjöleignarhúsum sem ráðist hefur verið í undir leiðsögn fyrirtækja sem reka þjónustu við húsfélög. Af því tilefni og til glöggvunar á réttarstöðu húsfélaga, stjórnar þeirra og einstakra eigenda er þessi grein rituð.

Skoðun

10 ára óvissuferð í boði Bjarna

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Aðstæður voru góðar, talað var um að svo yrði áfram og að tími verðtryggðra lána væri liðinn. Aðeins tveimur árum síðar er verðbólgan tæp 10% og stýrivextir Seðlabankans 7,5%. Ekki er búist við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist fyrr en 2027.

Skoðun

Á­skorun til heil­brigðis­ráð­herra

Emma Marie Swift skrifar

Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu.

Skoðun