Skoðun

Þessi tilfinning

Jódís Skúladóttir skrifar

Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi.

Skoðun

Gleðin, sam­staðan og jafn­réttið

Drífa Snædal,Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Friðrik Jónsson skrifa

Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti.

Skoðun

Prófessor á villigötum

Svanur Guðmundsson skrifar

Stundum er óskað eftir því að fólk í háskólasamfélaginu taki þátt í þjóðmálaumræðunni og leyfi þannig almenningi að njóta sérþekkingar sinnar og fræðikunnáttu. Ég veit ekki hvort þessi ósk hefur beinst sérstaklega að Þórólfi Matthíassyni, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, en hann hefur oft verið fyrirferðarmikill í umræðunni og þá gjarnan notið talsverðar athygli í fjölmiðlum, nú síðast skoðanir sínar um sjávarútveginn.

Skoðun

Allir eiga rétt á jöfnum tækifærum til náms – verkfærin eru til staðar

Ásthildur Bjarney Snorradóttir skrifar

Undanfarið hafa átt stað miklar umræður um skólamál innan ákveðinna hópa skólafólks á samfélagsmiðlum og íslenskt skólakerfi hefur ekki farið varhluta af gagnrýni vegna niðurstaðna á PISA sem er umfangsmikil alþjóðleg könnun á hæfni og getu 15 ára nemenda á lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði. Samkvæmt mælanlegum niðurstöðum þá stendur skólakerfið frammi fyrir alvarlegum vanda þar sem ólæsi hefur aukist ásamt brottfalli nemenda úr framhaldsskólum.

Skoðun

Ís­land fram­tíðar

Högni Elfar Gylfason skrifar

Í annað sinn á skömmum tíma er hafið eldgos á Reykjanesskaga. Svo virðist sem staðsetning gossins sé heppileg að því leyti að mannvirkjum eða fólki stafar ekki bráð hætta af því. Í framhaldinu og reyndar allt frá fyrra Fagradalsfjallsgosi hafa verið uppi vangaveltur ýmissa aðila um öryggi vega að Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvelli og öðrum byggðum ásamt öruggi innviða á svæðinu.

Skoðun

The great fall of Enron

Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar

Enron is a prime example of what happens when the appearance of high compliance and corporate governance is accompanied by a lack of substance. Let's begin with the directors and management of the company.

Skoðun

Við sem vorum alltaf hér

S. Maggi Snorrason skrifar

Hver kynslóð á fætur annarri hefur hærra hlutfall fólks sem er opinberlega hinsegin. Flest okkar taka líklega eftir sífellt fleirum í okkar nærumhverfi sem koma út úr skápnum og mig grunar að mest áberandi séu þau sem kjósa að nota önnur fornöfn en hann og hún.

Skoðun

Það viðrar vel til MIÐNÆTURsunds

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Fimmtudagar voru áður þekktir sem dagarnir sem sjónvarpið fór í frí. Það var að vísu fyrir mína tíð, en fimmtudagar halda þó áfram að setja mark sitt á frítíma fólks og í dag er fyrsti fimmtudagurinn þar sem opið verður til miðnættis í Laugardalslaug!

Skoðun

Söfn fyrir öll

Dagrún Ósk Jónsdóttir og Steindór G. Steindórsson skrifa

Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar.

Skoðun

Seðlabankinn fóðrar fjármálahýenurnar

Vilhjálmur Birgisson skrifar

Enn og aftur kemur Seðlabankinn og hótar launafólki illilega vegna komandi kjarasamninga en rétt er að geta þess að einungis 12 vikur eru þar til kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði renna út.

Skoðun

Yfirklór SFS – Fiskvinnslufólk á ofurlaunum

Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar

Það þarf ekki að koma á óvart að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) grípi til varna þegar við horfum enn og aftur upp á frekari samþjöppun í sjávarútvegi nú þegar Síldarvinnslan hefur eignast sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík

Skoðun

Hin hliðin á skápnum

Guðrún Hlín Bragadóttir skrifar

Mig hefur stundum langað að skrifa um þá reynslu að vera við hinn endann á skápnum – maki þess sem kemur út úr skápnum. Það er reynsla sem lítið er rætt um og fáir sjá eða átta sig á þeim rússíbana flókinna tilfinninga sem fylgir henni.

Skoðun

Hús­næðis­verðs­lækkanir í kortunum

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar.

Skoðun

Hjartagarðurinn – birtingarmynd vanda í hönnun og skipulagi

Páll Jakob Líndal skrifar

„Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn“. Þessi orð um Hjartagarðinn í Reykjavík, milli Laugavegs og Hverfisgötu, lét borgarfulltrúi í Reykjavík falla nýlega. Ástæðan er að garðurinn reynist ekki draga að sér það mannlíf sem gert var ráð fyrir.

Skoðun

Hvað þýðir verð­bólgan sem nú geisar innan­lands fyrir þig?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta.

Skoðun

Þegar sorgin bankaði upp á hjá mér

Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar

Sorgin er svo ótrúlega margslungin og nátengd ást. Þegar ástvinamissi ber að er dýpt sorgar og áhrif hennar á lífið nátengd sambandi þínu við þann sem þú missir. Því nánara sem sambandið er, tengslin, ástin og þitt daglega líf með þeim sem fer því dýpri og flóknari verður sorgin.

Skoðun

Að græða á ríkinu en tapa börnum sínum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa.

Skoðun

Hæ, [verð­bólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda.

Skoðun

Á­gætt skyggni á Ís­lands­miðum

Lilja Alfreðsdóttir skrifar

Það eru blik­ur á lofti í alþjóðahag­kerf­inu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn.

Skoðun

Ertu í sumar­fríi?

Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Um þessar mundir er stór hluti þjóðarinnar í sumarleyfi og keppist við að njóta lífsins, hvort sem er á landinu okkar bjarta og iðjagræna eða á erlendri grundu. Flest leggjum við áherslu á að hlaða batteríin og njóta samveru með fjölskyldu eða vinum.

Skoðun

Ertu með eða á móti?

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum.

Skoðun

Látum okkur detta snjall­ræði í hug!

Kolfinna Kristínardóttir skrifar

Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum.

Skoðun

Bannað að vísa starfs­mönnum á dyr

Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar

Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf.

Skoðun

Mann­réttindi fólks með fötlun 2. hluti

Víðir Sigurðsson skrifar

Sunnudaginn 22. maí síðastliðinn var Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata, í viðtali í þættinum Sunnudagssögur á Rás2. Þetta var athyglisvert viðtal þar sem að borgarfulltrúinn fordæmdi klíkusamfélagið og samfélagslega skaðann sem hlýst af því að framgangur fólks í starfi ráðist af öðrum forsendum en hæfni þeirra til starfsins.

Skoðun

Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun

Guðfinnur Sigurvinsson skrifar

Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins.

Skoðun

Hjúkrunarheimilið verður að veruleika!

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Áskoranir hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs á Höfn í Hornafirði hafa verið ærnar undanfarin ár og löngu ljóst að húsnæðið er ábótavant og tímabært að ráðast í stækkun hjúkrunarheimilisins.

Skoðun

Opið bréf til Lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu

Birgir Birgisson og Árni Davíðsson skrifa

Nýlega samþykktu borgaryfirvöld nýja Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, sem lýsir framtíðinni innan borgarinnar og tekur til þau atriði og þær framkvæmdir sem borgaryfirvöld geta sett af stað til að hvetja fólk til að nota reiðhjól í ríkari mæli, sérstaklega til styttri ferða.

Skoðun

Eftir­lits­nefnd Fast­eigna­sala – Hlut­laus eða í vasa Fé­lags Fast­eigna­sala?

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður.

Skoðun

Upp­rætum kyn­ferðis­of­beldi og kyn­bundið of­beldi

Jón Gunnarsson skrifar

Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Skoðun