Sport

Ís­lands­meistarinn Sverrir Þór hættur með Kefla­vík

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil.

Körfubolti

Mynda­syrpa: Kefla­vík Ís­lands­meistari 2024

Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok.

Körfubolti

„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“

Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld.

Körfubolti

Andri Lucas á leið til Belgíu

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi.

Fótbolti

„Þeir þurfa að vera heilir til að fá að spila“

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru ekki valdir í landsliðshóp Íslands fyrir komandi vináttuleiki. Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide sammæltust um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. 

Fótbolti

Titill undir og spennan mikil

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik liðsins við Njarðvík í úrslitaeinvígi kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík verður Íslandsmeistari með sigri.

Körfubolti

„Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar“

Åge Hareide kynnti í morgun landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum og Hareide staðfestir að hann hafi ekki haft heimild til að velja Albert.

Fótbolti

Landsliðskonum fjölgar hjá Val

Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.

Handbolti