Sport Umdeildur vítadómur í Krikanum: „Hlýtur að halda að hann kýli hann“ KR-ingar unnu mikilvægan sigur á FH í Bestu deild karla á mánudaginn og fór leikurinn 2-1. KR skoraði fyrsta mark leiksins og var það heldur betur umdeilt en Aron Sigurðarson gerði það úr vítaspyrnu. Sport 22.5.2024 10:01 Framleiða heimildarmynd um meiðsli Courtois Meiðsli Thibauts Courtois og lygilega snögg endurkoma hans á knattspyrnuvöllinn verður viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar Amazon Prime. Fótbolti 22.5.2024 09:29 Davíð Snorri nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í stað Jóhannes Karls Guðjónssonar. Davíð hefur þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, nú nýlegast u21 árs landsliðið. Fótbolti 22.5.2024 09:00 Ekki nægur meirihluti fyrir breytingu á merki Þróttar Ekki náðist nægur meirihluti fyrir því að gera breytingar á merki Knattspyrnufélagsins Þróttar á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunni en ekki náðist aukinn meirihluti líkt og hefði þurft til. Merkið félagsins mun því haldast óbreytt. Sport 22.5.2024 08:59 Kurr í hlaupaheiminum vegna óvissu með Reykjavíkurmaraþonið Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur. Sport 22.5.2024 08:31 Ekki á heimleið: „Á inni nokkur ár á háu stigi“ Jóhann Berg Guðmundsson kvaddi Burnley á Englandi um helgina eftir átta ára dvöl. Brottför hans átti sér skamman aðdraganda en hann ákvað sjálfur að slíta samstarfinu. Óvíst er hvað tekur við. Enski boltinn 22.5.2024 08:00 Celtics unnu fyrsta leik í framlengingu Boston Celtics unnu 133-128 eftir framlengingu gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígis austurdeildarinnar. Körfubolti 22.5.2024 07:31 Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Körfubolti 22.5.2024 07:00 Dagskráin í dag: Keflavík getur orðið Íslandsmeistari Með sigri á Njarðvík síðar í dag verður Keflavík Íslandsmeistari kvenna í körfubolta. Bayer Leverkusen mætir Atalanta í úrslitum Evrópudeildar karla í fótbolta en Leverkusen hefur til þessa farið taplaust í gegnum tímabilið. Sport 22.5.2024 06:00 Ótrúlegur viðsnúningur Lyon Framan af nýlokinni leiktíð stefndi allt í að Lyon myndi falla úr frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fjárhirslur félagsins hafa séð betri daga og virtist það vera ná til leikmanna liðsins sem voru í fallsæti í desember. Fótbolti 21.5.2024 23:30 Starfsmaður Fylkis dæmdur í tveggja leikja bann Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis og liðsstjóri beggja meistaraflokka félagsins í Bestu deild karla og kvenna hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann þar sem hann hefu rnælt sér í tvö rauð spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá þarf Fylkir að greiða 20 þúsund króna sekt vegna rauðu spjaldanna. Íslenski boltinn 21.5.2024 23:01 Jökull: Skrýtið að sjá Blika hægja á leiknum á heimavelli Stjarnan tapaði 2-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hefði viljað að hún myndi skila meira en einu marki úr vítaspyrnu. Sport 21.5.2024 22:31 „Menn eru gríðarlega súrir“ Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin. Íslenski boltinn 21.5.2024 22:06 Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 21.5.2024 22:00 „Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. Sport 21.5.2024 21:52 „Þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum“ Haukur Páll Sigurðsson stýrði liði Vals í kvöld gegn HK í Bestu deild karla í fótbolta þar sem Arnar Grétarsson tekur út leikbann. Unnu Valsmenn leikinn 1-2 í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar. Íslenski boltinn 21.5.2024 21:46 Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. Íslenski boltinn 21.5.2024 21:40 Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. Íslenski boltinn 21.5.2024 21:05 Jamil mun stýra Val í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð Valur hefur ráðið Jamil Abiad sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna í körfubolta fyrir komandi tímabil. Mun hann því stýra liðinu í Subway-deild kvenna ásamt því að aðstoða Finn Frey Stefánsson með karlalið félagsins. Körfubolti 21.5.2024 20:15 Tvenna Orra Steins dugði ekki og titilvonir FCK úr sögunni Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins. Fótbolti 21.5.2024 19:35 Martin og félagar tóku sópinn með sér Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlín eru komnir í undanúrslit þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta þökk sé sópi á Bonn í 8-liða úrslitum. Körfubolti 21.5.2024 19:06 Pochettino farinn frá Chelsea Rétt í þessu var tilkynnt að Mauricio Pochettino hefði samþykkt að rifta samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Enski boltinn 21.5.2024 18:23 Býst við að Sveindís Jane sé klár fyrir leikina mikilvægu Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, býst við að Sveindís Jane Jónsdóttir sé klár í slaginn fyrir leikina mikilvægu gegn Austurríki í undankeppni EM 2025. Fótbolti 21.5.2024 18:00 Benítez ráðleggur Slot fyrir komuna til Liverpool Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool á Englandi, skrifaði heljarinnar grein stílaða á Arne Slot, verðandi knattspyrnustjóra félagsins, í breska miðilinn Telegraph í dag. Þar gaf hann Hollendingnum ráð fyrir komandi áskorun. Enski boltinn 21.5.2024 17:16 Ísland vann þrjú gull og fjögur silfur á NM í frjálsum Ísland komst sjö sinnum á verðlaunapall á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Malmö um helgina. Sex af sautján íslenskum keppendum á mótinu unnu til verðlauna. Sport 21.5.2024 16:31 Fyrrum besta knattspyrnukona heims framlengir við Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Barcelona um tvö ár. Fótbolti 21.5.2024 16:00 Mo Salah ætlar að vinna titla með Liverpool á næstu leiktíð Mohamed Salah heitir því að berjast af öllum kröftum fyrir Liverpool á næstu leiktíð og það er ekki hægt að sjá það að hann sé á förum frá félaginu. Enski boltinn 21.5.2024 15:31 Valsmenn hafa unnið alla deildarleiki sína við HK frá hruni 17. ágúst 2008. Það er í síðasta skiptið sem HK náði í stig á móti Valsmönnum í efstu deild karla í fótbolta. HK-ingar reyna að breyta því í kvöld. Íslenski boltinn 21.5.2024 15:01 Ráðherrar reiðir út í leikmann í frönsku deildinni Íþróttamálaráðherra Frakklands hefur kallað eftir því að fótboltafélaginu AS Mónakó verði refsað fyrir framgöngu eins leikmanns liðsins í lokaumferðinni í frönsku deildinni um helgina. Fótbolti 21.5.2024 14:30 Kane aðeins fjórum stigum frá mögnuðu meti Rondey Robinson Grindvíkingurinn Deandre Kane hefur skorað 72 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 21.5.2024 14:01 « ‹ 211 212 213 214 215 216 217 218 219 … 334 ›
Umdeildur vítadómur í Krikanum: „Hlýtur að halda að hann kýli hann“ KR-ingar unnu mikilvægan sigur á FH í Bestu deild karla á mánudaginn og fór leikurinn 2-1. KR skoraði fyrsta mark leiksins og var það heldur betur umdeilt en Aron Sigurðarson gerði það úr vítaspyrnu. Sport 22.5.2024 10:01
Framleiða heimildarmynd um meiðsli Courtois Meiðsli Thibauts Courtois og lygilega snögg endurkoma hans á knattspyrnuvöllinn verður viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar Amazon Prime. Fótbolti 22.5.2024 09:29
Davíð Snorri nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í stað Jóhannes Karls Guðjónssonar. Davíð hefur þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, nú nýlegast u21 árs landsliðið. Fótbolti 22.5.2024 09:00
Ekki nægur meirihluti fyrir breytingu á merki Þróttar Ekki náðist nægur meirihluti fyrir því að gera breytingar á merki Knattspyrnufélagsins Þróttar á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunni en ekki náðist aukinn meirihluti líkt og hefði þurft til. Merkið félagsins mun því haldast óbreytt. Sport 22.5.2024 08:59
Kurr í hlaupaheiminum vegna óvissu með Reykjavíkurmaraþonið Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur. Sport 22.5.2024 08:31
Ekki á heimleið: „Á inni nokkur ár á háu stigi“ Jóhann Berg Guðmundsson kvaddi Burnley á Englandi um helgina eftir átta ára dvöl. Brottför hans átti sér skamman aðdraganda en hann ákvað sjálfur að slíta samstarfinu. Óvíst er hvað tekur við. Enski boltinn 22.5.2024 08:00
Celtics unnu fyrsta leik í framlengingu Boston Celtics unnu 133-128 eftir framlengingu gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígis austurdeildarinnar. Körfubolti 22.5.2024 07:31
Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Körfubolti 22.5.2024 07:00
Dagskráin í dag: Keflavík getur orðið Íslandsmeistari Með sigri á Njarðvík síðar í dag verður Keflavík Íslandsmeistari kvenna í körfubolta. Bayer Leverkusen mætir Atalanta í úrslitum Evrópudeildar karla í fótbolta en Leverkusen hefur til þessa farið taplaust í gegnum tímabilið. Sport 22.5.2024 06:00
Ótrúlegur viðsnúningur Lyon Framan af nýlokinni leiktíð stefndi allt í að Lyon myndi falla úr frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fjárhirslur félagsins hafa séð betri daga og virtist það vera ná til leikmanna liðsins sem voru í fallsæti í desember. Fótbolti 21.5.2024 23:30
Starfsmaður Fylkis dæmdur í tveggja leikja bann Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis og liðsstjóri beggja meistaraflokka félagsins í Bestu deild karla og kvenna hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann þar sem hann hefu rnælt sér í tvö rauð spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá þarf Fylkir að greiða 20 þúsund króna sekt vegna rauðu spjaldanna. Íslenski boltinn 21.5.2024 23:01
Jökull: Skrýtið að sjá Blika hægja á leiknum á heimavelli Stjarnan tapaði 2-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hefði viljað að hún myndi skila meira en einu marki úr vítaspyrnu. Sport 21.5.2024 22:31
„Menn eru gríðarlega súrir“ Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin. Íslenski boltinn 21.5.2024 22:06
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 21.5.2024 22:00
„Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. Sport 21.5.2024 21:52
„Þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum“ Haukur Páll Sigurðsson stýrði liði Vals í kvöld gegn HK í Bestu deild karla í fótbolta þar sem Arnar Grétarsson tekur út leikbann. Unnu Valsmenn leikinn 1-2 í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar. Íslenski boltinn 21.5.2024 21:46
Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. Íslenski boltinn 21.5.2024 21:40
Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. Íslenski boltinn 21.5.2024 21:05
Jamil mun stýra Val í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð Valur hefur ráðið Jamil Abiad sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna í körfubolta fyrir komandi tímabil. Mun hann því stýra liðinu í Subway-deild kvenna ásamt því að aðstoða Finn Frey Stefánsson með karlalið félagsins. Körfubolti 21.5.2024 20:15
Tvenna Orra Steins dugði ekki og titilvonir FCK úr sögunni Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins. Fótbolti 21.5.2024 19:35
Martin og félagar tóku sópinn með sér Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlín eru komnir í undanúrslit þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta þökk sé sópi á Bonn í 8-liða úrslitum. Körfubolti 21.5.2024 19:06
Pochettino farinn frá Chelsea Rétt í þessu var tilkynnt að Mauricio Pochettino hefði samþykkt að rifta samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Enski boltinn 21.5.2024 18:23
Býst við að Sveindís Jane sé klár fyrir leikina mikilvægu Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, býst við að Sveindís Jane Jónsdóttir sé klár í slaginn fyrir leikina mikilvægu gegn Austurríki í undankeppni EM 2025. Fótbolti 21.5.2024 18:00
Benítez ráðleggur Slot fyrir komuna til Liverpool Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool á Englandi, skrifaði heljarinnar grein stílaða á Arne Slot, verðandi knattspyrnustjóra félagsins, í breska miðilinn Telegraph í dag. Þar gaf hann Hollendingnum ráð fyrir komandi áskorun. Enski boltinn 21.5.2024 17:16
Ísland vann þrjú gull og fjögur silfur á NM í frjálsum Ísland komst sjö sinnum á verðlaunapall á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Malmö um helgina. Sex af sautján íslenskum keppendum á mótinu unnu til verðlauna. Sport 21.5.2024 16:31
Fyrrum besta knattspyrnukona heims framlengir við Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Barcelona um tvö ár. Fótbolti 21.5.2024 16:00
Mo Salah ætlar að vinna titla með Liverpool á næstu leiktíð Mohamed Salah heitir því að berjast af öllum kröftum fyrir Liverpool á næstu leiktíð og það er ekki hægt að sjá það að hann sé á förum frá félaginu. Enski boltinn 21.5.2024 15:31
Valsmenn hafa unnið alla deildarleiki sína við HK frá hruni 17. ágúst 2008. Það er í síðasta skiptið sem HK náði í stig á móti Valsmönnum í efstu deild karla í fótbolta. HK-ingar reyna að breyta því í kvöld. Íslenski boltinn 21.5.2024 15:01
Ráðherrar reiðir út í leikmann í frönsku deildinni Íþróttamálaráðherra Frakklands hefur kallað eftir því að fótboltafélaginu AS Mónakó verði refsað fyrir framgöngu eins leikmanns liðsins í lokaumferðinni í frönsku deildinni um helgina. Fótbolti 21.5.2024 14:30
Kane aðeins fjórum stigum frá mögnuðu meti Rondey Robinson Grindvíkingurinn Deandre Kane hefur skorað 72 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 21.5.2024 14:01