Sport

Eyjamenn sterkari á lokasprettinum

Boðið var upp á spennandi leik þegar Íslandsmeistarar ÍBV tóku á móti Valsmönnum í dag, en Valsmenn voru ósigraðir á toppi deildarinnar með tólf stig fyrir leikinn meðan Íslandsmeistarnir sátu í 5. sætinu með sjö stig.

Handbolti

Bjarni Jóhannsson snúinn aftur í þjálfun

Bjarni Jóhannsson hefur ákveðið að snúa aftur í þjálfun og samdi við Selfoss þar sem hann mun stýra karlaliði félagsins til næstu tveggja ára. Verkefnið sem bíður hans er stórt, en liðið féll niður úr Lengjudeildinni í sumar og mun spila í 2. deild á næsta tímabili. 

Íslenski boltinn

Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli

Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki.  

Fótbolti

Er stjarna fædd í Grindavík?

Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon.

Körfubolti

Andre Iguodala kveður körfuboltann

Andre Iguodala, fjórfaldur NBA meistari með Golden State Warriors og verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar 2015, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir nærri tuttugu ára feril. Iguodala sagði ákvörðunina hans eigin og að samningstilboð hafi borist honum.

Körfubolti

Ten Hag sagði sigurinn verð­skuldaðan

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sagði að sigur hans manna hefði verið verðskuldaður í dag en fyrri hálfleikur hefði alls ekki verið góður. Diogo Dalot tryggði United sigurinn með draumamarki.

Fótbolti