Sport

Messi sagði ungum leik­manni Inter að ganga meira

Lionel Messi er án alls efa einn albesti knattspyrnumaður sögunnar og mögulega einn besti íþróttamaður sögunnar sömuleiðis. Það kom því verulega á óvart þegar David Beckham opinberaði hvaða ráð Messi gaf ungum leikmönnum Inter Miami á dögunum.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-32 | Öruggt hjá gestunum

Fram tók á móti FH í 5. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var FH í öðru sæti deildarinnar með átta stig á meðan Fram sat í því áttunda með þrjú. Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem unnu sannfærandi átta marka sigur í dag gegn lánlausum Framörum, lokatölur 24-32.

Handbolti

Mark er mark og Gra­ven­berch er topp gaur

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekkert alltof sáttur þrátt fyrir 2-0 sigur sinna manna á Royale Union SG í Evrópudeildinni í fótbolta fyrr í kvöld. Þá segir hann miðjumanninn Ryan Gravenberch vera topp gaur.

Fótbolti

„Við bara vorum sjálfum okkur verstir“

Grindvíkingar fóru flatt í fyrsta leik haustsins í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Hetti 87-104. Heimamenn mættu fáliðaðir til leiks en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að hans menn hefðu í raun grafið sína eigin gröf að þessu sinni.

Körfubolti

Haukar og Víkingur með sigra

Haukar unnu öruggan 11 marka sigur á Gróttu í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 39-28. Nýliðar Víkings unnu frábæran útisigur á Selfossi, lokatölur 19-21.

Handbolti

Þægilegt hjá Liverpool

Liverpool lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Royale Union SG frá Belgíu í Evrópudeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-0 þar sem Liverpool skoraði undir lok fyrri og seinni hálfleiks.

Fótbolti

Þór upp í annað sætið

Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil.

Rafíþróttir

Stólarnir úr leik

Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik í Evrópubikar FIBA. Þetta er ljóst þó enn sé einn leikur eftir af forkeppninni. Tindastóll endar í 2. sæti í sínum riðli með stigamun upp á -1 stig.

Körfubolti