Viðskipti Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. Viðskipti innlent 18.10.2021 19:53 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. Viðskipti innlent 18.10.2021 19:50 Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir. Neytendur 18.10.2021 18:30 Reikna verð og fá tilboð í þakframkvæmdir með nokkrum smellum Á thakco.is er reiknivél þar sem hægt er að reikna út kostnað við þakframkvæmdir lið fyrir lið. Samstarf 18.10.2021 12:46 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. Viðskipti innlent 18.10.2021 11:52 Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Viðskipti innlent 18.10.2021 11:50 Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. Viðskipti erlent 18.10.2021 11:28 Mun stýra fjármálasviði Wise Elín Málmfríður Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Wise. Hún tekur við stöðunni af Gunnari Birni Gunnarssyni. Viðskipti innlent 18.10.2021 11:27 Mjólkursýrugerlar fyrir hvert æviskeið Värn mjólkursýrugerlar eru heilsuvara vikunnar á Vísi Samstarf 18.10.2021 09:54 Hægir á hjólum efnahagslífsins í Kína Verg landsframleiðsla í Kína jókst um 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi og var um lægstu mælingu í heilt ár að ræða. Viðskipti erlent 18.10.2021 07:38 Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. Viðskipti innlent 17.10.2021 13:11 „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. Atvinnulíf 17.10.2021 08:00 Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma. Viðskipti innlent 17.10.2021 00:11 Kennir vaxtalækkunum um hækkun húsnæðisverðs Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki rétt að vextir hafi verið hækkaðir á þessu ári vegna þess að lóðaskortur hafi haft í för með sér hækkun húsnæðisverðs. Viðskipti innlent 16.10.2021 16:01 „Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. Atvinnulíf 16.10.2021 10:00 Þjónar gengu út af Snaps í síðustu viku: „Það er engan bilbug á okkur að finna“ Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í samtali við Vísi í vikunni sögðu fyrrverandi starfsmenn óánægjuna snúa að launakjörum, undirmönnum og samskiptavanda eftir stjórnendaskipi. Viðskipti innlent 15.10.2021 20:39 Samstarf við íslenska hampræktendur Atomos selur hampblóm frá íslenskum ræktendum. Samstarf 15.10.2021 13:02 Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. Neytendur 15.10.2021 12:10 Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. Viðskipti innlent 15.10.2021 11:39 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. Viðskipti innlent 15.10.2021 10:44 Birgir fer til Play Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 15.10.2021 09:39 Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir. Viðskipti innlent 15.10.2021 08:00 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. Neytendur 15.10.2021 08:00 Svona hefur veðrið áhrif á vinnugleðina þína Það þekkja eflaust fáar þjóðir jafn miklar veðursveiflur og Íslendingar. Rok, rigning, snjókoma, skafrenningur. Jafnvel allt á sama degi. Allt hefur þetta áhrif á það hvernig okkur tekst við í vinnunni. Líka þeir dagar þar sem sólin skín og hitamet eru slegin en við föst innanhús að vinna. Til fimm. Atvinnulíf 15.10.2021 07:00 Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. Viðskipti innlent 14.10.2021 11:16 Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra Á árinu 2021 hafa konur verið ráðnar framkvæmdastjórar fyrirtækja í fimmta hvert skipti. Ný gögn frá Creditinfo sýna samdrátt í skipun kvenna á milli ára úr 24 prósent tilfella niður í 20 prósent. Í fjögur skipti af fimm er karlmaður ráðinn í starfið. Viðskipti innlent 14.10.2021 10:37 Fjölmiðillinn 24 - þínar fréttir kominn í loftið Fjölmiðillinn 24 - þínar fréttir er kominn í loftið en hann er nýr frétta- og mannlífsmiðill í ritstjórn Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, DV, Hringbrautar og Fréttablaðsins. Viðskipti innlent 14.10.2021 09:56 Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Viðskipti innlent 14.10.2021 09:51 Höndum í höfn í Þorlákshöfn lokað: „Velgengnin varð okkur að falli“ Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 14.10.2021 09:01 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. Atvinnulíf 14.10.2021 07:00 « ‹ 232 233 234 235 236 237 238 239 240 … 334 ›
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. Viðskipti innlent 18.10.2021 19:53
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. Viðskipti innlent 18.10.2021 19:50
Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir. Neytendur 18.10.2021 18:30
Reikna verð og fá tilboð í þakframkvæmdir með nokkrum smellum Á thakco.is er reiknivél þar sem hægt er að reikna út kostnað við þakframkvæmdir lið fyrir lið. Samstarf 18.10.2021 12:46
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. Viðskipti innlent 18.10.2021 11:52
Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Viðskipti innlent 18.10.2021 11:50
Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. Viðskipti erlent 18.10.2021 11:28
Mun stýra fjármálasviði Wise Elín Málmfríður Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Wise. Hún tekur við stöðunni af Gunnari Birni Gunnarssyni. Viðskipti innlent 18.10.2021 11:27
Mjólkursýrugerlar fyrir hvert æviskeið Värn mjólkursýrugerlar eru heilsuvara vikunnar á Vísi Samstarf 18.10.2021 09:54
Hægir á hjólum efnahagslífsins í Kína Verg landsframleiðsla í Kína jókst um 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi og var um lægstu mælingu í heilt ár að ræða. Viðskipti erlent 18.10.2021 07:38
Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. Viðskipti innlent 17.10.2021 13:11
„Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. Atvinnulíf 17.10.2021 08:00
Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma. Viðskipti innlent 17.10.2021 00:11
Kennir vaxtalækkunum um hækkun húsnæðisverðs Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki rétt að vextir hafi verið hækkaðir á þessu ári vegna þess að lóðaskortur hafi haft í för með sér hækkun húsnæðisverðs. Viðskipti innlent 16.10.2021 16:01
„Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. Atvinnulíf 16.10.2021 10:00
Þjónar gengu út af Snaps í síðustu viku: „Það er engan bilbug á okkur að finna“ Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í samtali við Vísi í vikunni sögðu fyrrverandi starfsmenn óánægjuna snúa að launakjörum, undirmönnum og samskiptavanda eftir stjórnendaskipi. Viðskipti innlent 15.10.2021 20:39
Samstarf við íslenska hampræktendur Atomos selur hampblóm frá íslenskum ræktendum. Samstarf 15.10.2021 13:02
Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. Neytendur 15.10.2021 12:10
Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. Viðskipti innlent 15.10.2021 11:39
Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. Viðskipti innlent 15.10.2021 10:44
Birgir fer til Play Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 15.10.2021 09:39
Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir. Viðskipti innlent 15.10.2021 08:00
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. Neytendur 15.10.2021 08:00
Svona hefur veðrið áhrif á vinnugleðina þína Það þekkja eflaust fáar þjóðir jafn miklar veðursveiflur og Íslendingar. Rok, rigning, snjókoma, skafrenningur. Jafnvel allt á sama degi. Allt hefur þetta áhrif á það hvernig okkur tekst við í vinnunni. Líka þeir dagar þar sem sólin skín og hitamet eru slegin en við föst innanhús að vinna. Til fimm. Atvinnulíf 15.10.2021 07:00
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. Viðskipti innlent 14.10.2021 11:16
Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra Á árinu 2021 hafa konur verið ráðnar framkvæmdastjórar fyrirtækja í fimmta hvert skipti. Ný gögn frá Creditinfo sýna samdrátt í skipun kvenna á milli ára úr 24 prósent tilfella niður í 20 prósent. Í fjögur skipti af fimm er karlmaður ráðinn í starfið. Viðskipti innlent 14.10.2021 10:37
Fjölmiðillinn 24 - þínar fréttir kominn í loftið Fjölmiðillinn 24 - þínar fréttir er kominn í loftið en hann er nýr frétta- og mannlífsmiðill í ritstjórn Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, DV, Hringbrautar og Fréttablaðsins. Viðskipti innlent 14.10.2021 09:56
Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Viðskipti innlent 14.10.2021 09:51
Höndum í höfn í Þorlákshöfn lokað: „Velgengnin varð okkur að falli“ Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 14.10.2021 09:01
Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. Atvinnulíf 14.10.2021 07:00