Viðskipti

Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands

Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni.

Viðskipti innlent

Facebook veðjar á nýjan sýndarheim

Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika.

Viðskipti erlent

Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn

Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma.

Viðskipti innlent

Óttast skort á vetrar­dekkjum á landinu

Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrar­dekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jóns­sonar, markaðs- og birgða­stjóra Dekkja­hallarinnar. Flestir dekkja­salar landsins hafa lent í ein­hverjum vand­ræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annað­hvort seint eða ekki.

Neytendur

Svona hefur veðrið áhrif á vinnugleðina þína

Það þekkja eflaust fáar þjóðir jafn miklar veðursveiflur og Íslendingar. Rok, rigning, snjókoma, skafrenningur. Jafnvel allt á sama degi. Allt hefur þetta áhrif á það hvernig okkur tekst við í vinnunni. Líka þeir dagar þar sem sólin skín og hitamet eru slegin en við föst innanhús að vinna. Til fimm.

Atvinnulíf