Innlent

Davíð fundar með Powell

Davíð Oddsson utanríkisráðherra hittir Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á þriðjudaginn eftir hálfan mánuð til að ræða framtíð varnarsamningsins. Á fundi sem Davíð Oddsson átti með Bush forseta í sumar var ákveðið að færa málið yfir á hendur Powells og sagði Davíð á Alþingi nú fyrir skömmu að hann vonaðist til að fundurinn myndi verða til að færa málið í fastari farveg. Mikilvægt væri að eyða þeirri óvissu sem ríkir um framtíð samningsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×