Innlent

Davíð fundar með Powell

Varnarsamstarf Bandaríkjanna og Íslands verður rætt á fundi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra og Colins Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington í Bandaríkjunum þann 16. nóvember. Fundur ráðherranna var ræddur í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Davíð sagðist vonast til að fundurinn myndi verða til að færa málið í fastari farveg og að mikilvægt væri að eyða óvissunni sem ríkti um framtíð samningsins. Ákveðið var á fundi Davíð með forseta Bandaríkjanna í sumar að Powell tæki yfir málefni varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×