Innlent

Afborganirnar léttast umtalsvert

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lýsti því yfir á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi um helgina að sátt hefði náðst innan ríkisstjórnarinnar um lækka að endurgreiðsluhlutfall lána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um eitt prósentustig. Það mun því fara úr 4,75% af launum skuldunauta lánasjóðsins í 3,75%. Búist er við að frumvarp um málið verði lagt fram á næstu vikum. Árlegri endurgreiðslu til Lánasjóðsins er skipt í tvennt. Annars vegar er föst afborgun sem allir greiða, óháð tekjum. Í ár er fasta afborgunin af svonefndum R-lánum er 68.170 krónur en upphæðin breytist með tilliti til vísitölu í janúar ár hvert. Hins vegar er tekjutengda afborgunin sem í dag miðast við 4,75% af uppreiknuðum útsvarstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári, að frádreginni föstu afborguninni. Þessi tala mun þannig lækka niður í 3,75% Þannig mun sá sem er með tvær milljónir króna í árstekjur þurfa að greiða tæpar sjö þúsund krónur í tekjutengda afborgun eftir breytingarnar, í stað tæpra 27.000 króna miðað við stöðuna nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×