Innlent

Af lista hinna vígfúsu ríkja

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík um helgina ítrekar kröfu sína um að ríkisstjórnin falli frá stuðningi við stríðsreksturinn í Írak og að Ísland verði tekið af lista hinna vígfúsu ríkja, eins og það er nefnt í ályktuninni. Þá lýsir fundurinn vanþóknun á lagasetningu ríkisstjórnarinnar gegn fullkomlega lögmætu verkfalli grunnskólakennara - semja þurfi um réttmæta tekjuskiptingu við sveitarfélögin svo að þau geti rekið skólana. Eins telja Vinstri - grænir ríkisstjórnina vera á villigötum í stóriðju- og atvinnuuppbyggingu og skattastefnu hennar hygla hinum tekjuháu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×