Innlent

Davíð fór mikinn á þinginu

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. Um afstöðu Samfylkingarinnar í Íraksmálinu sagði Davíð að flokkurinn væri „afturhaldskommatittsflokkur“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði það litlu skipta þótt afstaða einstakra stjórnarliða breyttist á meðan stjórnarherrarnir sýndu enga tilburði um að endurskoða stuðninginn við innrásina. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, hrósaði Hjálmari Árnasyni, þingflokksformanni Framsóknarflokksins, fyrir ummæli hans í Silfri Egils í gær að það ætti að ræða það hvort taka eigi Ísland af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak. Hjálmar sagði hins vegar að að hrósið væri óþarfi og oftúlkun á orðum sínum.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×