Innlent

Matur í hálft ár

Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði græðir 98 þúsund krónur á skattabreytingum ríkisstjórnarinnar þegar þær verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Þetta miðast við lækkun staðgreiðslu sem nemur þessari upphæð. Í þessu dæmi er ekki tekið tilllit til breytinga á eignaskatti né skerðinga á vaxtabótum, hvað þá verðbólgu á tímabilinu. Fyrir svipaða upphæð og nemur ávinningnum af skattabreytingunum ætti viðkomandi að geta keypt mat í tæplega hálft ár ef miðað er við að barnlaus einstaklingur eyddi rúmlega 215 þúsund krónum í slíkt á ári 2000-2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×