Innlent

Gert upp milli útgerða

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýnir á vefsíðu að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa sé í höndum sveitarfélaganna sjálfra en ekki sjávarútvegsráðuneytisins. Vilhjálmur Egilsson ráðuneytisstjóri segir sjávarútvegsráðuneytið geta greint vanda byggðalaga og valið úr þeim en með því að sveitarfélögin sjái sjálf um úthlutun kvótans innan þeirra sé reynt að tryggja að ráðstöfun aflans nýtist sveitarfélaginu sem best: "Ef við þurfum að gera upp á milli aðila innan sveitarfélagsins liggur fyrir hvaða reglur við styðjumst við." Halldór segir á heimasíðu sinni: "Ég hef ekki áttað mig enn þá á því hvernig ráðherra hyggst úthluta þessum byggðakvóta en vona að sú úthlutun sé framkvæmd af ráðuneytinu frekar en af sveitarfélögum í þeirri miklu nálægð sem þar er. Úhlutun byggðakvóta hefur alltaf verið umdeild og hlýtur alltaf að vera það því þeir sem ekki fá úthlutun, eða fá minna en næsti við hliðina, eru ósáttir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×