Innlent

Jóhann var símastrákurinn

Samtök vöru og þjónustu hafa upplýst að það hafi verið Jóhann Ársælsson sem hafi svarað spurningum samtakanna um breytingar á virðisuskattskerfinu í mars 2003 fyrir hönd Samfylkingarinnar. Jóhann sagði þá Samfylkunga ekki viljað breyta virðisaukaskattskerfinu og þar með matarskattinum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar vísaði því hins vegar á bug í Íslandi í dag, á dögunum að flokkurinn hafi ekki viljað lækka matarskattinn 2003. Þegar formanninum var bent á að flokkurinn hefði svarað Samtökum vöru og þjónustu í mars 2003 á þá leið að hann vildi ekki breyta virðisaukaskattinum svaraði Össur: "Ég held að það hafi verið einhver símastrákur hjá Samfylkingunni sem var spurður að þessu með virðisaukaskattinn." Jóhann Ársælsson sem þá var varaformaður þingflokks segir að svar sitt hafi verið í samræmi við þáverandi stefnu Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson segir að skatta stefna flokksins hafi ekki verið "geirnegld" fyrr en á vorþingi flokksins í apríl 2003. Hann segir að hann hafi notað orðið símastrákur grínaktuglega en þannig hefði verið svarað þegar hann innti þingflokkinn eftir því hver hefði svarað spurningum samtakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×