Innlent

Davíð á utanríkisráðherrafundi

Utanríkisráðherrar Norður-Atlantshafsbandalagsins lýstu ánægju með ákvörðun úkraínskra stjórnvalda um að endurtaka síðari umferð forsetakosninganna 26. desember. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat fundinn. Ráðherrarnir hvöttu alla aðila til að stuðla að því að kosningarnar fari friðsamlega fram án allrar utanaðkomandi íhlutunar. Á fundi ráðherranna var einnig áréttað mikilvægi Atlantshafstengslanna og bandalagsins sem grundvöll sameiginlegra varna og vettvangs samráðs milli Evrópu og Norður-Ameríku um öryggismál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×