Innlent

Brýnt að nýtt fangelsi rísi

Margrét Frímannsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá tilhögun að grunaðir einstaklingar sem dæmdir eru til gæsluvarðhalds þurfi að dvelja með dæmdum föngum á Litla-Hrauni. "Meðan maður hefur réttarstöðu grunaðs einstaklings á hann náttúrlega að fá annars konar meðferð en sá sem búið er að dæma. Það er óeðlilegt að menn séu látnir bíða eftir dómi með mönnum sem hafa hlotið dóm nú þegar. Það sem skiptir verulegu máli núna er að það rísi nýtt fangelsi sem búið var að taka ákvörðun um og þá verði þessum málum örugglega öðruvísi fyrir komið en í dag," segir Margrét Frímannsdóttir. Fyrirhugað er að reisa nýtt fangelsi í Reykjavík en aðspurður sagðist Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ekkert geta svarað því hvenær af því yrði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×