Innlent

Samstarfsverkefnið lifir

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gærmorgun að 12-14 milljónum skyldi varið til samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Samhjálpar á næsta ári, að sögn Helga Jósefssonar verkefnisstjóra. Verkefnið hefur verið rekið til að mennta og endurhæfa geðsjúka og hafa tugir manns stundað námið á undanförnum önnum. "Ég er alveg í skýjunum," sagði Helgi eftir fregnir af framlaginu. "Ég er alsæll fyrir hönd nemendanna og kennaranna. Þetta er virkilega ánægjuleg og góð jólagjöf fyrir okkur öll."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×