Innlent

Skuldir Dalvíkur aukast

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar stefnir í 105 milljóna króna hallarekstur á næsta ári. Er það heldur minni halli en í ár en þá var reksturinn neikvæður um tæpar 130 milljónir króna. Heildarskuldir sveitarfélagsins verða á næsta ári tæplega 1,5 milljarðar króna en þar af eru tæplega 600 milljónir vegna félagslegra íbúða. Heildartekjur Dalvíkurbyggðar verða rúmar 800 milljónir króna samkvæmt áætlun næsta árs. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga fylgist með fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en hefur ekki séð ástæðu til sérstakra aðgerða enn sem komið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×