Mourinho hrósar Eiði Smára 15. júlí 2005 00:01 José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. "Við höfum framherjana Carlton Cole, Didier Drogba og Hernan Crespo, og við getum að auki notað Eið Smára allsstaðar þar sem við viljum. Hann var mjög góður í hlutverki sínu á miðjunni á síðustu leiktíð. Þar fær hann njóta sín. Hann er fljótur að aðlagast ólíkum hlutverkum og gefur liðinu mikið sem miðjumaður." Allt stefnir í að Eiður Smári verði notaður sem fremsti miðjumaður hjá Chelsea en í því hlutverki hefur hann spilað sína bestu leiki fyrir félagið. Í leiknum gegn Wycombe byrjaði Eiður vinstra megin á miðjunni, en færði sig svo alveg inn á miðju þegar líða tók á leikinn. Carlton Cole, sem spilaði sem lánsmaður hjá Aston Villa á síðustu leiktíð, var á skotskónum í þessum leik og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í tvö ár. Tékkinn Jirí Jarosik skoraði tvö mörk fyrir Chelsea, en hann lék inni á miðjunni í fjarveru Claude Makalele sem fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn félagsins. Damien Duff og Joe Cole gerðu sitt markið hvor, en þeir þóttu báðir leika vel í leiknum. Færri leikmenn hafa komið til félagsins í sumar en búist var við, en Mourinho er ánægður með þá leikmenn sem eru hjá félaginu. "Kannski koma tveir leikmenn til viðbótar en það er ekkert víst í því. Ég kvarta ekki yfir þeim leikmönnum sem eru hérna og tel okkur ekkert nauðsynlega þurfa fleiri leikmenn. En góðir leikmenn eru alltaf velkomnir hingað." Næsti leikur Chelsea á undirbúningstímabilinu er gegn Benfica á sunnudaginn í Bandaríkjaför liðsins og verður hann sýndur á Sýn. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. "Við höfum framherjana Carlton Cole, Didier Drogba og Hernan Crespo, og við getum að auki notað Eið Smára allsstaðar þar sem við viljum. Hann var mjög góður í hlutverki sínu á miðjunni á síðustu leiktíð. Þar fær hann njóta sín. Hann er fljótur að aðlagast ólíkum hlutverkum og gefur liðinu mikið sem miðjumaður." Allt stefnir í að Eiður Smári verði notaður sem fremsti miðjumaður hjá Chelsea en í því hlutverki hefur hann spilað sína bestu leiki fyrir félagið. Í leiknum gegn Wycombe byrjaði Eiður vinstra megin á miðjunni, en færði sig svo alveg inn á miðju þegar líða tók á leikinn. Carlton Cole, sem spilaði sem lánsmaður hjá Aston Villa á síðustu leiktíð, var á skotskónum í þessum leik og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í tvö ár. Tékkinn Jirí Jarosik skoraði tvö mörk fyrir Chelsea, en hann lék inni á miðjunni í fjarveru Claude Makalele sem fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn félagsins. Damien Duff og Joe Cole gerðu sitt markið hvor, en þeir þóttu báðir leika vel í leiknum. Færri leikmenn hafa komið til félagsins í sumar en búist var við, en Mourinho er ánægður með þá leikmenn sem eru hjá félaginu. "Kannski koma tveir leikmenn til viðbótar en það er ekkert víst í því. Ég kvarta ekki yfir þeim leikmönnum sem eru hérna og tel okkur ekkert nauðsynlega þurfa fleiri leikmenn. En góðir leikmenn eru alltaf velkomnir hingað." Næsti leikur Chelsea á undirbúningstímabilinu er gegn Benfica á sunnudaginn í Bandaríkjaför liðsins og verður hann sýndur á Sýn.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira