Innlent

Árni svarar Campbell

Árni Matthiesen, fyrrum sjávarútvegsráðherra og núverandi fjármálaráðherra, hefur svarað frægum ummælum ástralska umhverfisráðherrans, Ian Campbells, sem spurði að því í viðtali við The Daily Telegraph hvort Árni væri fífl. Þetta sagði Ian í tengslum við ummæli Árna á þá leið að Áströlar ættu að leggja fram gögn um aflífunaraðferðir spendýra, eins og kengúra. Árni er talsvert hófstilltari í orðavali í svari sínu til Ástralans orðljóta. Hann bendir Ian Campbell m.a. á að ósk um slík sambanburðargögn grundvallast á ályktun sem samþykkt var árið 2001 af Alþjóðahvalveiðiráðinu og að það voru Ástralir sjálfir sem lögðu hana fram og óskuðu þannig upplýsinga um veiðiaðferðir hvalveiðiþjóða. Þannig var Árni M. Mathiesen einungis að benda Áströlum á að fylgja ályktun Alþjóðahvalveiðiráðsins um þessi atriði og í raun að fylgja reglum sem þeir lögðu sjálfir fram, segir í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Árni bendir Ian Campbell enn fremur á að hrefnur séu ekki í útrýmingarhættu líkt og Campbell hafi haldið fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×