Innlent

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrum forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Fráfarandi forsætisnefnd Alþingis réði Þorstein til starfsins en sú ákvörðun hefur verið gagnrýnt hvort tveggja af Sagnfræðingafélagi Íslands og Hagþenki. Í pistli á heimasíðu sinni segir Kristinn það vaxandi vandamál að pólitík og vinargreiðar ráði meiru um mannaráðningar hjá hinu opinbera en menntun og reynsla. Kristinn tekur ráðningu Þorsteins sem dæmi um þá vondu vegferð sem hann segir mannaráðningar hins opinbera vera á. Kristinn lýsir efast stórlega um að Þorsteinn geti verið hlutlaus í lýsingu á eigin stjórnartímabili og verkum þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Steingríms Hermannssonar sem slitu stjórnarsamstarfi við hann í beinni útsendingu. Auk þessa gagnrýnir Kristinn að hvort tveggja ráðherrar og forstöðumenn ríkisstofnana semji auglýsingar um stöður sérstaklega að eiginleikum þeirra sem þeir vilja ráða í starfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×