Innlent

Kostnaður vegna Símasölu hátt í 800 milljónir

MYND/Páll Bergmann

Tíu milljónir af söluandvirði Símans fóru til framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna nefndarlauna og ferðakostnaðar. Auk þess fékk Morgan Stanley-fjárfestingabankinn greiddar 682 milljónir króna fyrir ráðgjöf sína.

Í viðbót við tíu milljóna króna greiðslu til nefndarmanna og tæpra sjö hundruð milljóna til ráðgjafarfyrirtækisins voru greiddar rúmar sextíu milljónir fyrir lögfræðiráðgjöf og greinargerðir og tæpar tíu milljónir fyrir ýmsa aðra ráðgjöf og annan kostnað. Nefndarmenn sinntu starfinu samhliða fullri launaðri vinnu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×