Innlent

Sjálfstæðismenn ósáttir við fjárhagsáætlun

Sjálfstæðismenn eru ákaflegaóánægðir með fjárhagsáætlun R-listans sem lögð var fyrir í dag og segja þar seilst djúpt í vasa launafólks með skattahækkunum ogáætlunin berieinkenni glundroða.

Sjálfstæðismenn segja að sú fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram til fyrri umræðu sé dæmigerði R-listaáætlun sem sýnir einkum þrennt. Í fyrsta lagi er seilst djúpt ofan í vasa launafólks og fjölskyldufólks með skattahækkunum og lóðasölu. Í öðru lagi eru skuldir hækkaðar og gefin eru fögur fyrirheit sem ekki verður staðið við. Í þriðja lagi ber fjárhagsáætlunin því miður merki glundroða vinstri flokkanna við stjórn borgarinnar .

 

Sjálfstæðismenn bend a á að útsvarið hafi verið hækkað í hámark 13,03% á síðasta ári og að auki hefur borgin hagnast gríðarlega vegna hækkandi fasteignaskatta. Skatttekjur borgarinnar hafa hækkað um hvorki meira né minna en tæpar 100 þúsund krónur á hvern íbúa frá og með árinu 2000.

 

Sjálfstæðismenn segja að hreinar skuldir Reykjavíkurborgar hækki um 13 milljarða og eru áætlaðar rúmir 77 milljarða króna í lok árs 2006. Þeir eru ósáttir við nýtt frjárhagáætlunog segja fjölskyldur sem vilja byggja eða flytja í nýtt húsnæði finna illa fyrir þessu. Og benda á að síðasta fjárhagsáætlun R-listans boði því engar breytingar á fjármálastjórn borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×