Innlent

Utanríkisráðherra opnaði listahátíð í Köln

Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln í gær. Um er að ræða stærstu og fjölbreyttustu kynningu á íslenskri nútímalist og menningu sem fram hefur farið í Þýskalandi. Kynningin, sem stendur fram í janúar, nær til myndlistar, ljósmyndunar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar og hönnunar en rúmlega 100 íslenskir listamenn eru í Köln og kynna verk sín. Um 1200 manns sóttu opnunarhátíðinasamkvæmt frétt á vef utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðherra hélt síðan hátíðarræðu hjá þýsk-íslenska vináttufélaginu í Köln í dag en þar var fagnað 50 ára afmæli félagsins.Ráðherra átti einnig fundi með Michael Breuer, Evrópumálaráðherra Nordrhein-Westfalen, og Josef Müller, borgarstjóra í Köln.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×