Innlent

Tveir milljarðar á fjáraukalög

Fjárlaganefnd hefur gert tillögur um rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á fjáraukalögum fyrir þriðju umræðu um frumvarpið.

Stærstur hluti útgjaldanna, 1.710 milljónir, er tilkominn vegna þess að ríkisstjórn ákvað að veita ríkisstarfsmönnum, örorku- og ellilífeyrisþegum og atvinnulausum sömu uppbót og samið var um á almennum markaði til að komast í veg fyrir uppsögn samninga. 430 milljónir króna fara í Lífeyrissjóð bænda.

Á móti þessu kemur að útgjöld vegna atvinnuleysisbóta verða 643 milljónum króna lægri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×