Innlent

Þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar MYND/Stefán

Skýrsla Stefáns Ólafssonar prófessors, um örorku og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum, er þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og blaut tuska framan í öryrkja. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í grein á heimasíðu sinni. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skattbyrði öryrkja hér á landi hefur stóraukist frá árinu 1995 og að Ísland er fyrir neðan meðallag allra OECD-ríkja hvað snertir lífeyri og framfæri öryrkja. Jóhanna segir þetta vera tímamótarit sem ætti að vera skyldulesning fyrir ríkisstjórnina, og að Öryrkjabandalagið ætti að gefa hverjum einasta ráðherra skýrsluna í jólagjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×