Innlent

Tekjur af stimpilgjöldum fasteignaviðskipta rjúka upp

Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna fasteignaviðskipta hafa rokið upp. Árið 2003 voru þær rúmir 3,7 milljarðar en í fyrra rúmir 6,4 milljarðar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs námu þær 7,6 milljörðum króna. Ráða má af tölum frá Fasteignamati ríkisins að síðustu tvö árin hafi um helmingur teknanna verið vegna endurfjármögnunar. Samtök atvinnulífsins benda á sérstöðu Íslands í tengslum við endurfjármögnun. Hér er stimpilgjaldið eitt og hálft prósent, en ekkert annars staðar á Norðurlöndum, fyrir utan Danmörku þar sem er föst krónutala, um fimmtán þúsund íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×