Innlent

Fundur Kjaradóms að hefjast

Kjaradómur hyggst koma aftur saman nú um klukkan hálfsex að ræða beiðni forsætisráðherra um endurskoðun úrskurðar um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa. Kjaradómur hélt fund í hádeginu á lögfræðistofunni Landslög en fundinum var síðan frestað rétt fyrir klukkan tvö.

Þrír meginkostir virðast vera í stöðunni. Að kjaradómur staðfesti fyrri úrskurð sinn, að hann breyti úrskurðinum eða segi af sér. Ekki er ljóst hversu langur fundurinn verður en Garðar Garðarsson, formaður Kjaradóms, segir að niðurstaða fundarins verði kynnt forsætisráðherra áður en fjölmiðlar verði upplýstir um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×