Innlent

Gömul könnun og slitin úr samhengi

Áhugamenn um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar átelja samgönguráðherra fyrir birtingu könnunar þar sem segir að meirihluti landsmanna sé andvígur flutningnum. Þeir segja könnunina gamla og slitna úr samhengi. 56 prósent landsmanna eru andvíg flutningi innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur samkvæmt könnun sem Gallup hefur unnið fyrir samgönguyfirvöld vegna endurskoðunar samgönguáætlunar. Mest er andstaðan meðal fólks á landsbyggðinni en minnst á suðvesturhorninu. Viktor B. Kjartansson, varaformaður Flugkef, áhugahóps um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar, furðast að könnunin skuli birt núna. Hann segir stóran hluta könnunarinnar gerða í mars og apríl á síðasta ári auk þess sem teknar séu út tvær spurningar af 40 sem hafi verið spurt um samgöngumál. Hann furðar sig á því að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafi látið birta könnunina nú, tveimur dögum fyrir upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Viktor vill ekki segja að Sturla misnoti aðstöðu sína en finnst aðferðir hans undarlegar. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×