Innlent

Svælum sjóræningja af miðunum

Stjórnvöld hafa ákveðið að hefja átak gegn sjóræningjaveiðum á miðunum við Reykjaneshrygg. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi klukkan tvö.

Sjávarútvegsráðherra sagði átakið vera í nokkrum þáttum. Landhelgisgæslan eykur eftirlit með veiðum sjóræningjaskipa, viðskipti með afurðir þeirra verða kortlögð og bréf send til þeirra sem eiga viðskipti við útgerðir sjóræningjaskipa til að fá þá til að láta af þeim viðskiptum. Með þessu vonast stjórnvöld til að kostnaður við útgerð sjóræningjaskipa verði og hár og tekjur af henni of lítil til að það svari kostnaði fyrir útgerðirnar að halda skipunum að veiðum á Reykjaneshryggi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×