Innlent

Furðar sig á að skýrslur sé teknar af börnum í dómshúsi

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir MYND/GVA

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, lýsti á Alþingi í dag yfir furðu sinni á því að meirihluti skýrslna sem tekinn sé af börnum, sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi, fari fram í dómshúsi en ekki Barnahúsi. Það sé ekki síst óeðlilegt þegar litið sé til þess að á sama tíma eru Svíar og Norðmenn að setja á laggirnar barnahús að íslenskri fyrirmynd. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagðist ekki hafa tölur sem sýni þetta, heldur að skiptingin á milli dómshúsa og Barnahúss sé svipaður. Þá sagði ráðherrann að honum fyndist æskilegra að skýrslur af börnum sem búsett séu úti á landi, og grunur leikur á að hafi orðið fyrir misnotkun, séu teknar í heimabyggð barnanna í stað þess að ferðast sé með þau til Reykjavíkur til skýrslutöku í Barnahúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×