Björn segir verið að reyna að koma höggi á sig 23. janúar 2006 12:05 MYND/Vísir Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, segir það enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi séu blásnar upp svo skömmu fyrir prófkjör. Björn sakar stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig. Lögreglan var send að kosningaskrifstofu Björns Inga við Suðurlandsbraut í fyrrakvöld eftir að ábending barst um að þar væri fólk undir lögaldri að drykkju. Björn segir að um einkasamkvæmi á vegum stuðningsmanna sinna hafi verið að ræða og sjálfur hafi hann ekki verið á staðnum. Björn var gestur Fréttavaktarinnar fyrir hádegi á NFS þar sem hann sagðist ekki hafa neina hagsmuni af því að hafa fólk undir lögaldri nálægt prófkjörinu því það geti ekki einu sinni kosið. Hann kvaðst þó bera fulla ábyrgð á því veisluhaldi sem fram fari á kosningaskrifstofunni. Björn Ingi segist hafa rætt við lögregluna í morgun og hún hafi tjáð sér að ólíklegt væri að aðhafst yrði frekar í málinu. Björn segir málið merki um „grjótharða kosningabaráttu" framsóknarmanna. Leigubílstjóri sem tók myndir fyrir utan kosningaskrifstofuna á laugardagskvöldið og sýndar hafa verið á NFS styðji annan frambjóðanda en sig. „Þetta er einfaldlega inngrip í prófkjörsslag þar sem verið er að reyna að koma höggi á mig og mitt framboð," segir Björn. Aðspurður segir Björn Ingi að það hafi ekkert verið sérstaklega góð hugmynd að gefa leyfi fyrir skemmtanahaldinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, segir það enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi séu blásnar upp svo skömmu fyrir prófkjör. Björn sakar stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig. Lögreglan var send að kosningaskrifstofu Björns Inga við Suðurlandsbraut í fyrrakvöld eftir að ábending barst um að þar væri fólk undir lögaldri að drykkju. Björn segir að um einkasamkvæmi á vegum stuðningsmanna sinna hafi verið að ræða og sjálfur hafi hann ekki verið á staðnum. Björn var gestur Fréttavaktarinnar fyrir hádegi á NFS þar sem hann sagðist ekki hafa neina hagsmuni af því að hafa fólk undir lögaldri nálægt prófkjörinu því það geti ekki einu sinni kosið. Hann kvaðst þó bera fulla ábyrgð á því veisluhaldi sem fram fari á kosningaskrifstofunni. Björn Ingi segist hafa rætt við lögregluna í morgun og hún hafi tjáð sér að ólíklegt væri að aðhafst yrði frekar í málinu. Björn segir málið merki um „grjótharða kosningabaráttu" framsóknarmanna. Leigubílstjóri sem tók myndir fyrir utan kosningaskrifstofuna á laugardagskvöldið og sýndar hafa verið á NFS styðji annan frambjóðanda en sig. „Þetta er einfaldlega inngrip í prófkjörsslag þar sem verið er að reyna að koma höggi á mig og mitt framboð," segir Björn. Aðspurður segir Björn Ingi að það hafi ekkert verið sérstaklega góð hugmynd að gefa leyfi fyrir skemmtanahaldinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira