Innlent

Þúsund hafa kosið utan kjörstaðar í prófkjöri framsóknarmanna

MYND/Pjetur

Um þúsund manns hafa kosið utan kjörstaðar fyrir prófkjör framsóknarmanna í borginni sem fram fer á morgun. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir frá því á mánudag en henni lauk nú klukkan fimm.

Prófkjörið á morgun fer fram í anddyri Laugardalshallarinnar og stendur frá tíu til sex. Ellefu eru í framboði, þar af þrír sem berjast um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor, en valið verður í sex efstu sætin í prófkjörinu á morgun.

Um þrjú þúsund manns eru skráðir í framsóknarfélögin í Reykjavík og eiga þeir allir rétt til þátttöku í prófkjörinu á morgun en það er einnig opið öllum þeim sem skrifa undir yfirlýsingu þess efnis, að þeir aðhyllist stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Talning atkvæða hefst um kl. 14 á morgun og verða fyrstu tölur gefnar út skömmu eftir kl. 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×