Innlent

Framsóknarmenn í Reykjavík ganga til prófkjörs

MYND/Pjetur

Framsóknarmenn í Reykjavík velja í dag sex efstu fulltrúa sína á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor með prófkjöri sem fram fer í anddyri Laugardalshallarinnar. Það hefst nú klukkan tíu og lýkur klukkan sex. Um þúsund manns hafa kosið utan kjörstaðar í vikunni en alls eiga um þrjú þúsund manns sem skráðir eru í framsóknarfélögin í Reykjavík rétt til þátttöku í prófkjörinu. Það er þó einnig opið öllum þeim sem skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir aðhyllist stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Ellefu gefa kost á sér í prófkjörinu, þar af þrír sem berjast um að leiða listann í vor. Von er á fyrstu tölum úr prófkjörinu fljótlega eftir að kjörstað verður lokað, eða klukkan sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×