Innlent

350 búnir að kjósa í prófkjöri Framsóknar á hádegi

MYND/Vilhelm

Góð mæting hefur verið á kjörstað í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík í morgun og voru 350 manns búnir að kjósa á hádegi. Formaður kjörstjórnar segir þetta stóran dag í sögu flokksins en þetta er fyrsta prófkjör Framsóknarflokksins í borginni í sextán ár.

Kjörstaður opnaði klukkan tíu í morgun en kosið er í anddyri Laugardalshallar. Áður höfðu tæplega þúsund manns kosið utan kjörfundar. Töluvert rennerí af fólki var í kjörklefana þegar NFS var á staðnum á ellefta tímanum í morgun, og býst formaður kjörstjórnar, Ragnar Þorgeirsson, við að það haldi áfram fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1990 sem Framsóknarflokkurinn heldur prófkjör í Reykjavík, enda verið hluti af R-listanum í síðustu þremur borgarstjórnarkosningum, og aðspurður segir Ragnar þetta vissulega stóran dag í sögu flokksins.

Kjörfundi lýkur klukkan 18 og er búist við fyrstu tölum upp úr því.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×