Innlent

Ætla að veita styrki til ættleiðinga

Ríkisstjórnin ætlar að gera ráð fyrir styrkjum til fjölskyldna sem ættleiða börn erlendis frá, í fjárlagagerð fyrir árið 2007.

Ríkisstjórnin samþykkti þetta á fundi sínum í morgun og verður að öllum líkindum miðað við styrki sem veittir eru til ættleiðinga á Norðurlöndunum. Hingað til hafa ættleiðingar ekki verið styrktar af ríkinu hér á landi eins og tíðkast hefur á hinum Norðurlöndunum en kostnaður við hverja ættleiðingu fer hátt í eina milljón króna.

Gert verður ráð fyrir að nýja kerfið taki gildi fyrsta janúar á næsta ári.

Hversu mikið á að styrkja hverja fjölskyldu liggur ekki fyrir en á hinum Norðurlöndunum nema styrkir um 200-500 þúsund krónum á hverja ættleiðingu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur líklegt að kostnaður ríkissins vegna þessara styrkja geti numi frá fjórum og upp í tíu milljónir króna á ári. Það er miðað við tuttugu ættleiðingar á ári eins og fjöldi þeirra hefur verið síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×