Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Snærós Sindradóttir skrifar 20. september 2016 07:00 Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Ögmundur Jónasson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Elín Hirst í þingsal. Brynjar segir mikið álag vera á Efnahags- og viðskiptanefnd og tvísýnt með verðtryggingarfrumvarpið enda ekki sætti um það á milli stjórnarflokkanna. vísir/anton brink Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18